Diplómanám í íþróttafræði - fitness-lína

 • 24 maí 2017
 • Eftir Erna
Diplómanám í íþróttafræði - fitness-lína

Ástralía, land útvistar og hreyfingar, er fullkominn áfangastaður til að stunda nám í íþróttafræði. Ásamt hágæða kennslu færð þú tækifæri til að njóta yfir 300 sólardaga á ári, kynnast dásamlegri menningu og upplifa magnað náttúru- og dýralíf.

Hefur þú áhuga á líkamsrækt og heilsusamlegum lífsstíl? Íþróttafræðinámið í TAFE Queensland háskólanum er fullkomið fyrir þá sem vilja starfa sem einkaþjálfarar/leiðbeinendur sem og einstaklinga sem vilja öðlast meiri þekkingu á sviði þjálfunar og næringar. Námið er kennt á þremur háskólasvæðum sem þýðir að þú getur valið á milli þess að stunda nám á the Sunshine Coast, Gold Coast eða í Brisbane.

Íþróttafræðinám - fitnesslína í Ástralíu

Markmið námsins er að auka þekkingu á líkamsræktarþjálfun og heilsusamlegum lífstíl fólks á öllum aldri. Í náminu öðlast þú meðal annars þekkingu og hæfni til að setja upp, kenna og fylgja eftir þjálfunaráætlunum þar sem unnið er að því að hámarka árangur og lágmarka hættu á meiðslum. Athugaðu að mikil áhersla er lögð á verklega kennslu samhliða þeirri bóklegu en starf þjálfarans er fyrst og fremst verklegt starf. 

Á meðal þess sem þú átt eftir að læra er:

 • Líffærafræði
 • Íþróttasálfræði
 • Næringarfræði
 • Meiðslaforvarnir
 • Vöðva og hreyfifræði
 • Gerð þjálfunaráætlana
 • Ástandsmælingar
 • Markaðssetning

Námið er eins árs diplómanám en að auki getur þú tekið tvö styttri námskeið.

Inntökuskilyrði

 • Lágmarksaldur er 18 ára
 • Enskukunnátta: lágmarkseinkunn 5.5 á IELTS enskukunnáttuprófi (lágmarkseinkunn 5 í hverjum lið).
 • Stúdentspróf
Vilt þú nánari upplýsingar um námið?
Já takk!
Hafa samband