• nóv.19

  10 ástæður fyrir því að stunda nám í Ástralíu

  Eftir Erna
  Spennandi stórborgir, fallegar strendur og einstakt náttúru- og dýralíf. Ástralía er frábært land til bæði menntunar og ferðalaga. Ástralskir háskólar eru þekktir fyrir góða kennslu og hátt menntunarstig. Og ekki skemmir fyrir að flestir sem heimsækja Ástralíu verða ástfangnir af bæði landi og þjóð.

  Langar að fara nám erlendis? Hér eru 10 ástæður fyrir því af hverju þú ættir að velja Ástralíu.

  1. Veðrið

  Veðurfarið í Ástralíu er frábært - þar eru sumrin heit og vetur mildir. Hlýjasti mánuðurinn er janúar þar sem meðalhiti er um 25°C og í "kaldasta" mánuðinum, júlí, er meðalhitinn um 16°C. Athugaðu að landið er stórt og því getur munað nokkrum gráðum á milli borga.

  2. Strendurnar

  Þú getur notið strandarinnar og sjósins næstum allt árið í kring. Ekki leiðinlegt að geta... Lesa meira
 • ágú.27

  8 ástæður fyrir því að nám erlendis mun eyðileggja líf þitt

  Þrá þín til að ferðast og kanna heiminn er komin til að vera
  Um leið og þú byrjar að ferðast verður erfitt að sætta sig eingöngu við lífið á litla Íslandi. Í raun er þetta einn stór vítahringur, þú átt alltaf eftir að vilja eitthvað meira. Þráin til að ferðast og kanna heiminn mun aldrei hv... Lesa meira
 • maí27

  5 bestu námsmannaborgirnar

  QS birta á hverju ári fjölda samanburða og lista yfir allt sem tengist háskólum og háskólanámi. Þar á meðal er listi yfir bestu háskólaborgir heims þar sem horft er til "University ranking", "student mix", "quality of living", "employer activity" og "affordability".

  Á listanum yfir bestu námsmannaborgir heims árið 2015 eru 3 borgir í efstu 5 sætunum... Lesa meira
Hafa samband