Ástralía

Sydney að kvöldlagi
 

Nám í Ástralíu

Spennandi stórborgir, fallegar strendur og einstakt náttúru- og dýralíf. Ástralía er bæði frábært land til menntunar og ferðalaga. Ástralskir háskólar eru þekktir fyrir góða kennslu og hátt menntunarstig. Ekki skemmir fyrir að ástralskir háskólar leggja mikinn metnað í að fá alþjóðlega nemendur til sín í nám. Stundaðu nám í Ástralíu!

Flestir sem heimsækja Ástralíu verða ástfangnir af bæði landi og þjóð, enda er erfitt að finna léttara og betra andrúmsloft en í Ástralíu. Ástralir eru miklir útivistar- og íþróttaunnendur og í Ástralíu er tilvalið að prófa fjölbreyttar vatnaíþróttir. Þú mátt ekki yfirgefa Ástralíu án þess að hafa prófað surf! Náttúran er afar fjölbreytt, líkt og þjóðin sjálf, og hér eru yfir 500 þjóðgarðar og 7.600 km af fallegri strandlengju.

Af hverju ætti ég að stunda háskólanám í Ástralíu?

Ástralía hefur á síðustu árum orðið afar vinsæll áfangastaður á meðal íslendinga og fleiri alþjóðlegra nemenda sem vilja stunda nám í góðum háskólum í skemmtilegu umhverfi. Ein helsta ástæðan fyrir því er mikill fjöldi góðra háskóla með fjölbreytt námsframboð og alþjóðlega staðla sem henta íslensku menntakerfi vel. 

Hér eru fleiri góðar ástæður fyrir því að fara í háskóla í Ástralíu:

 • Það tekur yfirleitt 3 ár að öðlast Bachelor gráðu
 • Þú getur tekið stuttar meistaragráður án ritgerðar
 • Hægt er að vinna samhliða námi, allt að 20 klukkustundir á viku
 • Lánasjóður Íslenskra Námsmanna (LÍN) veitir há námslán til Ástralíu
 • Þú þarf yfirleitt ekki að taka sérstök próf (eins og GRE/GMAT) til að komast í meistaranám
 • Þú þarft ekki endilega að taka enskukunnáttupróf eins TOEFL prófið

Dreymir þig um að stunda nám í háskóla í Ástralíu?

Goald Coast, Ástralíu. Stundaðu nám í borg þar sem sólin skín allt árið um kring! 

Helstu staðreyndir um Ástralíu

 • Íbúafjöldi: 23,9 milljónir (2015)
 • Höfuðborg: Canberra
 • Stærsta borg: Sydney
 • Tungumál: Enska (ca 80% af þjóðinni). Önnur töluð tungumál í Ástralíu eru kínverska, ítalska, arabíska, gríska og fjöldi mismunandi frumbyggjamála.
 • Gjaldmiðill: Ástralskur dollari (AUD).
 • Tímabelti: Frá +8 til +10,5 (+8 til +11,5 á sumrin)
Vilt þú nánari upplýsingar um Ástralía?
Hafðu samband!
Hafa samband