Blue Mountains

Viltu læra hótelrekstur eða viðburðastjórnun í Ástralíu?
 

Blue Mountains

Kynntu þér nám í hótel- og veitingahúsarekstri, viðburðastjórnun og ferðaþjónustu í einum heitasta hótelskóla Ástralíu, Blue Mountains International Hotel Management School! Hér getur þú nælt þér í eftirsótta menntun og myndað um leið alþjóðleg tengsl í frábæru námsumhverfi.

Blue Mountains International Hotel Management School (BMIHMS) er einn besti hótelskóli Ástralíu og hefur skapað sér gott orðspor innan þjónustugeirans. Kennsla og verknám eru hluti af hinu daglega lífi nemandans og hér sitja um 250 nemendur á skólabekk á hverri námsönn. Þriðjungur nemenda eru Ástralir, og eru hinir alþjóðlegir nemendur sem koma alls staðar að úr heiminum.

Hvað get ég lært í Blue Mountains?

Þú getur skráð þig í bachelor nám sem tekur 2,5 ár; Bachelor of Business in International Hotel and Resort Management, eða þú getur valið styttra nám eða sérfræðinám með áherslu á þjónustu (hospitality) eða ferðaþjónustu. Námið eru samsett af a.m.k. 600 verknámstímum á bæði fyrsta og öðru ári. Verknámið er hægt að taka á mismunandi hótelum hvar sem er í heiminum. 

Blue Mountains er með frábært orðspor!

Allir nemendur sem klára bachelor nám frá Blue Mountains fá einnig prófskírteini í Swiss Hotel Association (SHA). Bachelor námsgráðan er með gæðastimpil frá University of Queensland sem er einn af leiðandi háskólum Ástralíu.

Heimasíða Blue Mountains

www.bluemountains.edu.au

Vilt þú nánari upplýsingar um Blue Mountains?
Hafðu samband!
Hafa samband