Blue Mountains

Námsmannalífið í Blue Mountains

BHMS er staðsett á miðju Blue Mountains svæðinu, og tekur u.þ.b. eina klukkustund að ferðast þangað frá stórborginni Sydney. Náttúrulífið er einstakt og á svæðinu eru sjö þjóðgarðar sem allir eru á UNESCO listanum yfir varðveislu heimsminja.

Blue Mountains er einn stór regnskógur á kalksteinssléttu og býður upp á góðar gönguleiðir og einstaka útsýnisstaði. Ferðamenn leggja gjarnan leið sína þangað, sérlega fyrir þá sem sækjast eftir fersku og hreinu loftslagi og náttúruupplifanir. 

Svæðið sækir nafn sitt frá bjarmanum sem myndast þegar olían frá milljónum gúmmítrjáa gufar upp. Það úir og grúir af dýrum í skóginum, þú getur mætt gráum kengúrum, vömbum (áströlsk tegund pokadýrs) og pungrottum.

Landslagið

Loftslagið er frábært á þessu svæði og má segja að það skiptist í fjórar þægilegar árstíðir. Yfir vetrartímann er hitastigið oft um 15-20 gráður, um sumarið sirka 25-35 gráður.

 

Vilt þú nánari upplýsingar um Blue Mountains?
Hafðu samband!
Hafa samband