Blue Mountains

Námsmannalífið í Blue Mountains

BHMS er í Leura, í klukkustundar fjarlægð frá miðborg Sydney. Campus svæðið samanstendur af stóru grænu svæði þar sem eru námsmannaíbúðir og nútímalegir kennslusalir, íþróttavellir og matsölustaðir. Það eru nemendurnir sjálfir sem manna móttöku skólans, matsölustaðina og hreingerningaþjónustuna - til þess að hámarka þjálfun þeirra og starfsreynslu.

Leura er lítill rólegur bær með smáverslunum, kaffihúsum og veitingastöðum. Hann er í 3 km fjarlægð frá stórborginni Katoomba, höfuðborg Blue Mountains. Í Katoomba er hægt að finna stór vöruhús og spennandi næturlíf.

Aðstaðan

Skólinn býður uppá nútímalega aðstöðu; kennslustofur, þrjá veitingastaði (notaðir meðal annars undir kennslu), eldhús og tvö stór tölvuherbergi. En auk þess er hér stórt bókasafn og internettenging um allt háskólasvæðið. 

Námsmenn geta tekið ferðatölvuna sína með, eða keypt af skólanum. Skólinn býður einnig uppá góða íþrótta- og frístundaaðstöðu, eins og borðtennis, sjónvarp, billjard, grillstaðir og tennisvellir. 

Samgöngurnar

Lestarferð til Sydney tekur um 2 tíma. Miði aðra leið kostar sirka 8 AUD.

Húsnæðið

Allir námsmenn búa í herbergjum með tvíbreiðu rúmi og baðherbergi - ekki svo ósvipað hótelherbergi. Hreingerning og sængurver er innifalið - eins og á hóteli. 

Herbergi með tvíbreiðu rúmi og sameiginlegu baðherbergi: sirka. 4.195 AUD á misseri.

Á meðan á verknámi stendur sjá fyrirtækin oft um að útvega húsnæðið.

Vilt þú nánari upplýsingar um Blue Mountains?
Hafðu samband!
Hafa samband