Bond University

university lake at Bond University
 

Nám í Bond University

Bond University er einkarekinn háskóli, sem gefur þér tækifæri til að klára námið þitt hraðar. Námið er skipt niður í þrjár annir á ári og það er hægt að ná að klára bachelor nám á tveimur árum í stað þriggja eing og er vanalega. Mastersgráðu er einnig hægt taka á styttri tíma. Menntun þín hjá Bond University fer því á ógnarhraða og eru tímarnir mjög ákafir og krefjandi en jafnframt skemmtilegir.

Hvað getur þú lært hjá Bond?

Bond University er með fjölbreytt úrval af námi með fullt af spennandi möguleikum í t.d. kvikmyndagerð, viðskiptafræði, afbrotafræði, samskiptafræði, blaðamennsku, lögfræði, alþjóðasamskipti, sálfræði og íþróttafræði.

Orðspor

Good Universities Guide 2010 hefur gefið Bond University topp einkunn í 10 flokkum, eins og t.d. fyrir kennslu, ánægju nemenda sem útskrifast og að fá vinnu eftir nám.

Afhverju að læra í Bond?

Bond University stærir sig af því að vera með mjög góða fyrirlesara. Þeir eru oftar en ekki með mjög flotta reynslu á alþjóðlegum vettvangi og margir með doktorsgráður á sínu sviði. Bond er með einna lægstu nemendur per kennara tíðni í Ástralíu og fá nemendur þannig mjög persónulega kennslu sem er erfitt að finna á öðrum stöðum.

Staðreyndir

Fjöldi nemenda: 3900
Fjöldi alþjóðlegra nemenda: 1800
Kennslualmanak: Þriggja anna kerfi, þar sem kennsla hefst í janúar, maí og september.
Skólagjöld:
Nám til styttri tíma (1-2 annir) frá 10368 AUD per önn (2014)
Grunnnám frá 15280 AUD per önn (2014)
Framhaldsnám frá 15280 AUD per önn (2014)

 

Vilt þú nánari upplýsingar um Bond University?
Hafðu samband!
Hafa samband