Bond University

Stúdentalífið í Bond University

Bond University er staðsettur á Gold Coast sem býður upp á fallegar strendur og skemmtilegt mannlíf. Brisbane er líka aðeins klukkutíma frá og skemmtigarðar, golfvellir og næturlíf er rétt handan við hornið.

Varsity Lakes háskólasvæðið hefur alla þá aðstöðu sem nemendur þurfa á að halda. Svæðið er vel skipulagt og er hægt að finna bókasafn, kaffihús, sundlaug og líkamsræktarstöð. Kennsluaðstaðan er einnig mjög góð og er Bond með réttarsal sem er stundum notaður í alvöru réttarhöldum. Einnig er Bond mep kauphallarstofu sem gefa nemendum forsmekkinn á því hverju má búast við í atvinnulífinu í þessum geira.

Samgöngur

Almenningssamgöngur sem og Bond skólarútan gerir nemendum mjög auðvelt fyrir að ferðast til og frá háskólanum. Nemendur hafa líka keypt sér bíl, hjól eða vespu til að koma sér milli staða.

Gistiaðstaða

Margir nemendur kjósa að búa í stúdentagörðum skólans þar sem nemendalífið er mjög fjölbreytilegt og í spennandi alþjóðlegu umhverfi. Það eru nokkrir mismunandi íbúðir sem hægt er að velja úr. Öll herbergin eru með loftræstingu og netaðgangi. Ef þú býrð á campus er fæði innifalið. Norðurlandabúar velja yfirleitt að búa nálægt í einkahúsnæði í kringum Gold Coast, en það er hægt að finna húsnæði í þeim toga hliðina á skólanum bókstaflega. 

Vilt þú nánari upplýsingar um Bond University?
Hafðu samband!
Hafa samband