Curtin University

Nám í Perth

Perth liggur meðfram Swan fljóti og er fjölmenningarleg borg með um 1.5 milljón íbúa. Borgin er stöðugt tilnefnd sem ein af vinsælustu, öruggustu og byggilegustu borgum heims.

Loftslagið

Í Perth er miðjarðarhafsloftslag með heitum eða mjög heitum, og þurrum sumrum og mildum, votum vetrum. Í borginni skín sólin fleiri tíma á dag en í öðrum áströlskum borgum. Perth er þekkt fyrir hreinlæti, afslappað andrúmsloft, skemmtilega afþreyingu og stærsta hlutfall veitingastaða á hvern íbúa, ef tekið er mið af öðrum borgum í Ástralíu. 

  • Sumar: Frá desember fram í febrúar er meðalhiti 18 - 35 gráður.
  • Haust: Mars fram í maí.
  • Vetur: Frá júní fram í ágúst er meðalhiti 5-16 gráður.
  • Vor: September fram í nóvember.
Vilt þú nánari upplýsingar um Curtin University?
Hafðu samband!
Hafa samband