Curtin University

Stúdentalífið í CUR

Curtin háskóli býður uppá yfir 815 áfanga og yfir 40.000 nemendur stunda nám við háskólann og er hann sá stærsti á vesturströndinni.

Curtin leggur mikið uppúr menningarlegri fjölbreytni og framþróun leiðtoga næstu kynslóðar: Curtin hýsir 8.200 alþjóðlega nemendur frá yfir 105 löndum. Bentley, sem er aðal háskólasvæðið, liggur á 11 km stóru grassvæði með mikið af fallegum listi- og trjágörðum einungis í um 6 km fjarlægð frá miðborginni.

Aðstaðan

Curtin háskóli leggur mikið upp úr því að geta boðið upp á glæsilega og þægilega aðstöðu fyrir nemendur sína. Fyrir nemendur í myndvinnslu, eins og kvikmyndir & sjónvarp, fjárfestir skólinn í nýjustu tækninni og má einnig sjá það í öðru námi eins og sjúkraþjálfun, þar sem skólinn hefur sett upp glæsilega aðstöðu fyrir rannsóknir í hreyfigreiningu.

Húsnæðið

Curtin University býður uppá allt að 1200 herbergi á campus svæðinu. Það er mælt með því að nemendur búi á campus vegna stúdentalífsins - að nemendur skapi sér alþjóðleg tengsl. Margir nemendur eignast vini frá öllum heimshornum sem þeir halda sambandi við áfram eftir nám. Um það bil 75% af nemendum sem búa á campus eru alþjóðlegir nemendur. Helmingur af þessum nemendum koma frá Asíu og afgangurinn frá öðrum heimsálfum. 

Samgöngurnar

Curtin hefur sína eigin rútubílamiðstöð sem á í samvinnu við Transperth Public Transport Network. Margar áætlunarleiðir byrja eða enda á þessari stöð. Eftir tilkomu lestarleiðarinnar Mandurah rail line til Curtin er orðið mun auðveldara að komast til Curtin. Námsmenn geta ferðast til Canning Bridge Station og tekið strætó þaðan beint uppí háskóla.

Vilt þú nánari upplýsingar um Curtin University?
Hafðu samband!
Hafa samband