Ástralía

Fjármögnun náms í Ástralíu - KILROY

Fjármögnun náms í Ástralíu

Þú þarft að greiða skólagjöld í öllum háskólum í Ástralíu. Skólagjöldin eru frá 10.500 - 22.000 ástralskir dollarar á ári en upphæðin fer eftir því hvaða háskóla og gráðu þú velur. Fáir styrkir eru í boði fyrir íslenska námsmenn sem fara erlendis í nám, en það er um að gera að sækja um alla þá erlendu styrki sem hægt er á eyðublaði frá viðkomandi skóla.

Auk námsgjalda bætist svo við húsaleiga og framfærslukostnaður. Kostnaðurinn miðast að sjálfsögðu við eyðslu hvers og eins og fer einnig eftir því hvar þú býrð, en þú getur reiknað með að eyða ca 12.000 til 16.000 áströlskum dollurum á ári. Það er almennt tekið við kreditkortum og við mælum með að þú útvegir þér kreditkorti áður en þú leggur af stað til Ástralíu. Það getur einnig verið hagstætt fyrir þig að opna bankareikning í Ástralíu þegar þú kemur til landsins.

Dvalarleyfi í Ástralíu (visa)

Til að fá dvalarleyfi í Ástralíu þarftu að sýna fram á heilbrigðisvottorð, vottorð um skólavist og fjárhagsvottorð (fæst t.d. hjá LÍN). Hafðu samband við KILROY fyrir frekari upplýsingar um dvalarleyfi.

Vinna með námi í Ástralíu

Þú getur unnið með námi svo lengi sem þú framvísar námsleyfinu, en það er hálfgert grænt kort fyrir atvinnuleyfi. Þú hefur leyfi til að vinna að hámarki 20 klukkustundir á viku með námi, en full vinna er leyfð í skólafríum.

Vilt þú nánari upplýsingar um Ástralía?
Hafðu samband!
Hafa samband