Ástralía

Gagnlegar upplýsingar um nám í Ástralíu - KILROY

Gagnlegar upplýsingar um nám í Ástralíu

Þú verður að útvega þér námsleyfi til þess að geta stundað nám í Ástralíu. Háskólinn sem þú sækir um útvegar þér öll nauðsynleg skjöl. Námsleyfið þarf að hafa verið gefið út fyrir brottför. Frekari upplýsingar um þessi atriði færðu hjá ráðgjafa KILROY um nám erlendis.

Að fljúga til Ástralíu

Þegar flogið er til Ástralíu er oft millilent í Asíu eða Bandaríkjunum. Mörg flugfélög fljúga frá Evrópu til Ástralíu og verðin eru afar breytileg, en þú getur fengið námsmanna- og ungmennaflugmiða hjá KILROY sem getur verið bæði ódýrari og sveigjanlegri en venjulegur flugmiði. Ef þú þarft að senda frakt til Ástralíu skaltu hafa samband við næsta pósthús eða flutningafyrirtæki, til dæmis DHL eða UPS.

Að ferðast innan Ástralíu

Ástralía er stórt land og þú þarft því yfirleitt að fljúga ef þú ferðast á milli stórborganna. Það eru mörg flugfélög sem fljúga innan Ástralíu og því mögulegt að fá hagstæða flugmiða með nokkuð stuttum fyrirvara. Að ferðast með lest er einnig þægilegur valkostur, en það er ekkert sérlega ódýrt og ekki sérlega hraðskreiður kostur. Að ferðast með rútu er afar þægilegt og ódýrt, en gefðu þér þá góðan tíma! Að taka leigubíl er einnig frekar ódýrt og í stærri borgum eru almenningssamgöngur nokkuð góðar.

Margir námsmenn velja að kaupa sér bíl, en hafðul í huga að í Ástralíu er keyrt á vinstri vegarhelmingi - eitthvað sem getur verið erfitt að venjast. KILROY er með tengiliði í Sydney (Wake-up Sydney!). Þar getur þú, sem námsmaður hjá KILROY, fengið hugmyndir og góð ráð hvað varðar ferðalög um Ástralíu og fleira. Þú getur einnig hitt aðra ferðamenn á Happy Hour hjá KILROY!

Internet og farsímanotkun í Ástralíu

Allir skólar bjóða upp á aðgang að interneti. Það er sanngjörn verðskrá á innanlands og utanlandssímtölum og það er einnig hægt að nota íslenska farsíma, en við mælum þó með að þú fáir þér ástralskt símanúmer ef þú ætlar að stunda nám í Ástralíu.

Heilsa og læknisþjónusta í Ástralíu

Ástralía reynir eftir fremsta megni að hindra inngöngu smitsjúkdóma frá öðrum löndum, meðal annars að banna innflutning á erlendri matvöru og öllu sem gert er úr viði vegna sjúkdómshættu fyrir dýra- og plöntulíf í landinu. Ef þú veikist í Ástralíu færðu góða og skilvirka læknaþjónustu. Við mælum með að þú útvegir þér góða tryggingu áður en þú leggur af stað.

Húsnæði

Þú getur valið á milli þess að búa á campus (hafðu samband við skólann með góðum fyrirvara) eða leigja íbúð á eigin vegum, oft með öðrum námsmönnum. Verðin eru misjöfn og fara eftir því hvar í Ástralíu þú ert að læra og hvernig húsnæði þú vilt leigja. Ef þú vilt leigja íbúð getur skólinn oft aðstoðað þig eftir að þú ert komin(n) á svæðið. Við mælum með að á meðan sértu búin(n) að útvega þér skammtímahúsnæði.

Vilt þú nánari upplýsingar um Ástralía?
Hafðu samband!
Hafa samband