Griffith University

Háskólasvæðin í Griffith University - KILROY

Húsnæði

Griffith University býður upp á mikið úrval húsnæðis á Gold Coast, Nathan og Mt. Gravatt háskólasvæðunum. Ef þú vilt frekar búa „off campus” getur húsnæðissvið skólans aðstoðað þig við að finna rétta húsnæðið, hvort sem það er íbúð eða hús sem nemendur deila eða einstaklingsíbúð.

Öll háskólasvæðin - South Bank, Nathan, Mt Gravatt, Logan og Gold Coast bjóða upp á frábær aðstöðu. Finndu út hvar fögin þín eru kennd og veldu þann húsnæðiskost sem hentar þér best. 

Húsnæðismöguleikar - Griffith University

Það eru margir fjölbreyttir húsnæðismöguleikar í boði - eitthvað fyrir alla. Þú finnur námsmannaíbúðir á Gold Gold Coast, Nathan og Mt Gravatt svæðunum. Kostir við að búa á háskólasvæðinu er að þar ert þú í göngufæri við skólann og átt líklega eftir að eiga auðveldara með að kynnast öðrum nemendum skólans, það er þeim sem búa á svæðinu einnig. Að auki veitir þessi kostur þér ákveðið öryggi þar sem þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að finna stað til að búa á um leið og þú mætir á svæðið. 

Þú getur einnig valið að búa „off campus” sem veitir þér líklega aðeins meira frelsi og tækifæri til að finna ódýrara húsnæði. Ekki hika við að hafa samband við nemendafélögin, námsráðgjafa og húsnæðisdeild skólans sem geta aðstoðað þig í leit þinni. Að auki býður nemendafélagið á Gold Coast svæðinu upp á akstursþjónustu, yfir kynningarvikuna, sem þú getur nýtt til að skoða lausar leiguíbúðir. Mundu að þú þarft að biðja um aðstoð ásamt því að vera virk(ur) í leitinni til að finna draumaíbúðina. 

Námsmannahúsnæði - Griffith University

Ef þig langar að kynnast ástralskri menningu og lifnaðarháttum þá gætir verið sniðugt fyrir þig að leigja herbergi hjá fjölskyldu. Athugaðu hins vegar að það mun verða allt öðruvísi upplifun og þú gætir þurft að læra nýjar fjölskyldu reglur sem þér á kannski eftir að þykja undarlegar.

Flestir evrópskir námsmenn velja þann kost að deila íbúð með öðrum námsmönnum. Hafðu samband við sérfræðing okkar í námi erlendis varðandi nánari upplýsingar um þá húsnæðismöguleika sem standa þér til boða. 

Háskólasvæðin - Griffith University

Sama hvaða húsnæðismöguleika þú velur þá er námsmannalífið á háskólasvæðinu frábært. Vertu virk(ur) og hittu aðra nemendur alls staðar að úr heiminum í einhverjum af 120 klúbbum/félögum skólans. Hvar sem áhugi þinn liggur þá ættir þú að finna klúbb/félag við hæfi. 

Frábær aðstaða á háskólasvæðum Griffith University

Að auki finnur þú líkamsrækt, sundlaug, bókabúðir, kaffihús, verslanir, pósthús, leikhús, gallerí, hárgreiðslustofur, bari og fjölda annarra þjónustu aðila á svæðinu. 

Samgöngur

Öll háskólasvæðin eru vel staðsett ef litið er til almenningssamganga. Á milli allra svæðanna ganga strætóar, ferjur og lestar reglulega sem og inn í borgina og til nálægra svæða. Að auki hefur Griffith University tvo strætóa innan háskólasvæðisins, einn sem gengur á milli Mt Gravatt og Nathan og einn á milli Gold Coast og Nathan.

Griffith University - hefur fimm háskólasvæði

Vilt þú nánari upplýsingar um Griffith University?
Hafðu samband!
Hafa samband