La Trobe University

Námsmannalífið í La Trobe University

Í Melbourne búa 3,8 milljónir manns. La Trobe hefur sex mismunandi háskólasvæði sem öll eru staðsett í hinu fallega fylki Victoria. Aðalháskólasvæðið Bundoora er staðsett u.þ.b. 14 kílómetra fyrir utan miðborg Melbourne og er umkringd stórum almenningsgörðum.

Lífstíllinn

Melbourne er næststærsta borgin í Ástralíu og er mjög vinsæl meðal stúdenta. Það eru meira en 50.000 stúdentar allstaðar að úr heiminum í Melbourne. Borgin er einnig metin sem ein besta borg að búa í á þessu jarðríki.

Þar sem það viðrar yfirleitt mjög vel í Melbourne er hægt að njóta þess í öllum þeim almenningsgörðum og huggulegu götum borgarinnar. Borgin er mjög tísku-, íþrótta-, næturlífs- og tónlistarsinnuð. Rétt fyrir utan borgina er hægt að finna fallegar strendur og 

Fólkið

Borgin er vinsæl meðal stúdenta og því er borgin mjög lífleg. Melbourne borgarar eru mjög opinskáir og félagslyndir, þeir elska að hittast á kaffihúsum og veitingastöðum, einnig eru flestir þeirra miklir aðdáendur Ástralska fótboltans.

Veðurfar

Veðrið í Melbourne er temprað úthafsloftslag sem lýsir sér þannig að veðrið er ört breytilegt með vætu- og skýjaköflum. Meðalhitinn í Melbourne er milli 13 til 26 gráður Celsius yfir árið. Það er vetur í júní, júlí og ágúst, sumar er í nóvember, desember og janúar.

 

Vilt þú nánari upplýsingar um La Trobe University?
Hafðu samband!
Hafa samband