La Trobe University

Umsókn í La Trobe University

La Trobe er ekki með sérstakan umsóknarfrest. Skólinn tekur á móti umsóknum allan ársins hring og reynir klára þær á skikkanlegum tíma fyrir hverja önn. Ef þetta er skóli sem heillar þig skaltu endilega hafa sambandi við KILROY því við erum þjónustuaðilar skólans á Íslandi. KILROY getur veitt þér gagnlegar upplýsingar um skólann og aðstoðað þig við umsóknina.

Inngöngukröfur

La Trobe University vill fá nemendur sem eru með einkunnir yfir meðallagi frá menntaskóla/háskóla. Þeir munu fara yfir allt sem þú hefur gert í námi hingað til og það nám sem þú ert ef til vill að taka núna.

Enskukunnátta

Til að geta fengið inngöngu í skólann þarf að hafa náð góðri einkunn á enskukunnáttuprófi eins og TOEFL. Í sumun tilvikum eru nemendur sem fá undanþágu frá þessari reglu en þá er litið á einkunn frá framhaldsskóla.

TOEFL (International) viðmið

IBT - að minnsta kosti 80 (minnst 20 í hverjum dálk - en það eru fjórir dálkar)

Vinsamlegast hafðu hugfast að sum fög krefjast þess að þessi viðmið séu hærri. Ekki meiga einkunnir frá TOEFL vera eldri en 2ja ára.

Umsóknareyðublöð

Prentaðu út og fylltu út umsóknareyðublaðið og komdu svo með þau til ráðgjafa KILROY sem mun senda umsóknina rafrænt út fyrir þig og veita þér nánari ráðgjöf.

ATH: Stundum þarf að endurhlaða síðuna svo að umsóknin komi upp.

Umsóknareyðublöð í La Trobe University - Grunnnám
Sæktu um!
Umsóknareyðublað í La Trobe University - Framhaldssnám
Sæktu um!
Vilt þú nánari upplýsingar um La Trobe University?
Hafðu samband!
Hafa samband