Macquarie University

Námsmannalífið í Macquarie University

Sydney er stærsta borg Ástralíu og höfuðborg fylkisins Nýja Suður Wales. Í borginni búa um 4 milljónir og í dag er hún ein helsta fjölmenningarborg heims. Macquarie liggur á 135 hektara svæði í 30 mínútna keyrslu frá höfninni í Sydney, á suðaustur strönd Ástralíu.

Lífsstíllinn

Sydney er fjölmenningarleg borg og býður uppá mikið af alþjóðlegum mat, dansstöðum og börum, kvikmyndahúsum og leikhúsum, tónlist og tónlistarviðburðum. Sydney er líka alger verslunarparadís og eitt gríðarstórt viðskiptahverfi þar sem flest alþjóðleg fyrirtæki hafa höfuðstöðvar sínar. 

Fólkið

Sydney, sem hýsir yfir 4 milljónir íbúa og er mikil fjölmenningarborg, er afar vinsæll áfangastaður margra innflytjenda. Fólk frá meira en 180 löndum, sem talar meira en 140 tungumál, geta í dag kallað Sydney sitt nýja heimili.

Loftslagið

Í Sydney er temprað loftslag, heit sumur og mildir vetur. Heitasti mánuður ársins er janúar með meðalhita um 18 - 15°C. Vetur eru mildir og svalir og kaldasti mánuður ársins er júlí með meðalhita um 8 - 16°C.

Vilt þú nánari upplýsingar um Macquarie University?
Hafðu samband!
Hafa samband