Macquarie University

Námsmannalífið Macquarie University

Hið nútímalega háskólasvæði á Macquarie er heimili skúlptúra, safna og tveggja hótela. Golfvöllur er staðsettur við hlið stórrar verslunarmiðstöðvar og samgöngumiðju. Hágæða háskólaíbúðir standa nemendum til boða bæði á og fyrir utan háskólasvæðið.

Frá 1. janúar hefur háskólanum verið breytt í 4 háskóladeildir, í stað 9. Þessar fjóru deildir eru - Arts, Human Sciences, Business and Economics, og Science.

Samgöngurnar

Macquarie er hægt að nálgast með strætó eða lest frá miðborginni og til nærliggjandi svæða. Nýja lestarstöðin Macquarie University train station var opnuð í byrjun árs 2009 og hefur gert aðgang að háskólasvæðinu mun greiðari fyrir vikið. Það er auðvelt að ferðast með almenningssamgöngum í Sydney.

Húsnæðið

Macquarie International býður uppá námsmannaíbúðir fyrir nemendur á campus. Ef þú vilt frekar leigja á hinum almenna markaði þá hefurðu möguleika á að leigja íbúð með öðrum nemendum. Það er ódýrasti kosturinn og margir evrópskir námsmenn kjósa að gera það. Ef þú hefur ekki fundið húsnæði fyrir komu þína til Sydney, eða að íbúðin sem þú átt von á er ekki tilbúin til afhendingar, þá færðu íbúð til bráðabirgða. Það er mælt með að þú bókir þig í 5 nætur svo þú hafir nægan tíma til að finna húsnæði með öðrum ef þú vilt búa fyrir utan campus.

Einn möguleiki er að leigja "townhouses" sem leigjast út til námsmanna og eru í 10-30 mínútna fjarlægt frá háskólasvæðinu.

Vilt þú nánari upplýsingar um Macquarie University?
Hafðu samband!
Hafa samband