Monash University

Háskólasvæði í Monash University
 

Monash University

Monash University er einn stærsti háskóli Ástralíu og þekktur á alþjóðavísu fyrir hágæða nám. Háskólinn er staðsettur í Melbourne, Ástralíu sem hefur verið tilnefnd sem ein af bestu námsmannaborgum heims og það er ekki að ástæðulausu. Kynntu þér möguleika þína í Monash University hér!

Af hverju ætti ég að stunda nám við Monash University?

Monash University er þekktur fyrir alþjóðleika en þar stunda nemendur frá yfir 100 löndum nám. Þú færð því fjölda tækifæra til að kynnast samnemendum alls staðar að úr heiminum. Háskólinn er þekktur á alþjóðavísu fyrir hágæða kennslu, námsaðstöðu og hagnýtt nám. Að auki eru almennt miklir möguleikar fyrir nemendur skólans að fá lærlingsstöður innan viðkomandi sviðs meðan á námi stendur sem mun veita þér aukna starfsreynslu og bæta ferilsskrá þína.

Stundaðu nám í Melbourne - KILROY

Melbourne er ekki aðeins listuð sem ein af bestu borgum heims til að búa í heldur einnig ein af þremur bestu námsmannaborgum heims. Og það er ekki að ástæðulausu. Borgin er einfaldlega hreinni, líflegri og öruggari en aðrar borgir. Melbourne er menningarmiðstöð Ástralíu en hún er þekkt fyrir fyrir að vera ein besta borg Ástralíu þegar kemur að tísku, næturlífi, tónlist, uppistandi, kaffihúsum, og fjölbreyttum viðburðum. Og það besta er að það er aldrei langt í ströndina og magnaða náttúru. 

Langar þig að fá smá innsýn inn í líf námsmanna í Monash University? Kynntu þér lífið á Instagram síðu skólans!

Frábært orðspor skólans

Monash University býður upp á fyrsta flokks nám og er skólinn meðlimur "Group of Eight" en það eru áströlsk samtök fyrir háskóla sem þekkt eru fyrir gæði í rannsóknum, kennslu og námsstyrkjum. Monash University hefur einnig hlotið Triple Crown Accreditation frá EQUIS, AASCB og AMBA en það er ákveðinn gæðavísir sem tryggir að viðskiptagreinar standast hæstu kröfur. Innan við eitt prósent af viðskiptaskólum heims hafa fengið þennan gæðastimpil. 

Hvaða nám get ég stundað við Monahs University?

Stundaðu draumanámið við Monash University

Við Monash University getur þú stundað grunn-, framhalds- og skiptinám. Skólinn uppá fjölbreyttar námsleiðir en vinsælustu eru viðskiptafræði, hagfræði og verkfræði. Kynntu þér námi í Monash University hér.

Hvað kostar að stunda nám við Monash University?

Kostnaðurinn getur verið mjög breytilegur en hann fer eftir hvaða nám og námsgráðu þú velur að stunda. Sérfræðingur okkar í námi erlendis veitir þér fría ráðgjöf varðandi allan kostnað, bæði skólagjöld og áætlaðan lifnaðarkostnað. Ekki hika lengur og hafðu samband.

Skemmtilegar staðreyndir um Monahs University

  • Monash University er listaður sem einn af topp 100 háskólum heims
  • Monash er einn af stærstu háskólum Ástralíu með yfir 63.000 nemendur en af þeim eru 22.000 alþjóðlegir nemendur. 
  • Clayton, aðalháskólasvæði skólans er svo stórt að það hefur eigið póstnúmer.
  • Monash University er nefndur eftir Sir John Monash sem er einnig á 100$ seðlinum.
  • Skólinn hefur eigin vindgöng sem eru að mestu notuð af nemendum í verkfræði
  • Monash hefur yfir 140 námsmannafélög og yfir 50 íþróttafélög. Hvað er þitt áhugamál?

Hvernig getur KILROY aðstoðað mig?

Stundaðu nám við Monash University - KILROY

Hjá okkur færð þú fría ráðgjöf og aðstoð við umsóknarferlið. Sérfræðingur okkar í námi erlendis aðstoðar þig allt frá þinni fyrstu spurningu og þar til að námi þínu lýkur. Ekki hika lengur, hafðu samband og byrjaðu í draumanáminu þínu í Ástralíu. 

Vilt þú nánari upplýsingar um Monash University?
Hafðu samband!
Hafa samband