Monash University

Upplifðu frábær námsár í Melbourne, Ástralíu

Námsmannalífið í Melbourne, Ástralíu

Námsmannalífið í Melbourne er einfaldlega frábært. Líflegir barir, skemmtilegir viðburðir og aldrei langt í ströndina. Það er ekki að ástæðulausu að borgin hefur verið valin sem ein af bestu borgum heims til að búa í en borgin er einfaldlega hreinni, líflegri og öruggari en aðrar borgir.

Námsmannalífið í Melbourne - fullkomið líf

Veðurfarið í Melbourne er frábært og hefur borgin mörg skemmtileg útisvæði og almenningsgarða. Íbúar borgarinnar hafa almennt mikla unun fyrir góðum mat og eru þar yfir 3000 veitingastaðir, þeir matvöndu munu einnig freistast. Að auki er Melbourne þekkt sem ein besta borg Ástralíu þegar kemur að tísku, næturlífi, tónlist, uppistandi, kaffihúsum, og fjölbreyttum viðburðum. Og það besta er að það er aldrei langt í ströndina og magnaða náttúru.

 

Melbourne hefur verið nefnd sem ein af mest lifandi borgum heims á grundvelli menningar, loftslags, framfærslukostnaðar, félagslega aðstæðna, lága glæpatíðni o góða heilbrigðisþjónustu. Íbúar Melbourne eru þekktir fyrir að vera vinalegir, skemmtilegri og opnir. Það ætti því ekki að vera erfitt fyrir þig að eignast nýja vini. Melbournebúar elska kaffi og eyða oft löngum tíma í að sitja á kaffihúsum í góðra vina hópi. Hefð sem hefur líklega komið með Grikkjum og Ítölum.

10 hlutir sem þú verður að gera í Melbourne

Stundaðu nám í Melbourne, Ástralíu

1. Kannaðu götulistina í borginni

2. Farðu á hina litríku og fríu Moomba hátíð

3. Slakaðu á með kaffibolla eða bjór á einum af földu rooftop-börum borgarinnar

4. Farðu á uppistand. Borgin er þekkt fyrir frábær uppistandakvöld og viðburði.

Stundaðu nám í Monash University, Melbourne

5. Sleiktu sólina á St. Kilda ströndinni - þú ert í Ástralíu!

6. Upplifðu magnaða náttúru og dýralíf í einum þjóðgarðinum, rétt utan við borgarmörkin.

7. Farðu á ástralskan fótboltaleik

Upplifðu einstök námsár í Melbourne

8. Farðu í road trip um the Great Ocean Road.

9. Heimsæktu Melbourne Museum - mundu eftir námsmannaskírteininu og fáðu frían aðgang.

10. Farðu í „goon” partý - það er eitthvað sem allir verða að upplifa í Ástralíu

Námsmannaafslættir í Melbourne

Með ISIC kortinu færð þú frábæra afslætti í Melbourne og já auðvitað allri Ástralíu einnig. Nældu þér í ISIC appið og njóttu allra fríðindanna. Sparaðu peninga á meðan þú stundar nám í Melbourne með ISIC.

Nánari upplýsingar um ISIC kortið og afslættina í Melbourne 

Veðurfarið í Melbourne

Loftslagið í Melbourne er temprað og einkennist af mjög breytilegu veðri með heit sumur, mild vor og haust og vetra sem geta verið blautir og skýjaðir.

Að leigja bíl í Melbourne

Ef þig langar að ferðast út fyrir Melbourne um helgar er frábært að leigja bílaleigubíl. Hjá okkur getur þú leigt bíl í Melbourne. Hafðu samband og við munum aðstoða þig í að finna besta og ódýrasta kostinn. Mundu bara að í Ástralíu er vinstriumferð!

Vilt þú nánari upplýsingar um Monash University?
Hafðu samband!
Hafa samband