Monash University

Námsmannaíbúðir í Melbourne

Þegar þú hefur ákveðið að stunda nám við Monash University er komið að því að finna húsnæði. Hér fyrir neðan finnur þú nánari upplýsingar um húsnæðismöguleikana þína í Melbourne.

Háskólasvæði Monash University

Monash University hefur 5 háskólasvæði í og í kringum Melbourne. 

 • Parkville
  Staðsett í um 3 km norður af central business hverfinu (CBD). 
 • Caulfield
  Staðsett í um 9 km frá CDB. Caulfield er næst stærsta háskólasvæði Monash. 
 • Clayton 
  Staðsett í um 20 km frá CBD. Clayton er stærsta háskólasvæðið og hýsir flest nemendafélög skólans. Það er alltaf eitthva um að vera á Clayton svæðinu. 
 • Berwick
  Staðsett í um 40 km frá CBD. Berwick er minnsta svæðið og líklega það huggulegasta.
 • Peninsula
  Staðsett í um 43 km fjarlægð frá CBD. 

Námsmannahúsnæði í Melbourne

Monash hefur námsmannaíbúðir á öllum háskólasvæðunum fyrir utan Parkville. Þú getur sótt um að leigja þar herbergi á heimavist skólans kallað „Halls of Residence” eða í íbúð með öðrum nemendum. Hins vegar þá velja flestir nemendur frá Evrópu að leigja húsnæði með öðrum nemendum á hinum almenna leigumarkaði. Monash University aðstoðar nemendur við að finna húsnæði með því að veita þeim ráðgjöf og koma þeim í samband við góð leigusamtök.

Lífið á háskólasvæðum Monash

Lífið á háskólasvæði Monash University - KILROY

Háskólasvæðið í Monash University býður upp á frábæra aðstöðu og vinalegt andrúmsloft. Monash er með fyrsta flokks námsaðstöðu, hljóðlát svæði fyrir lærdóm og framúrskarandi aðstöðu fyrir rannsóknir. Að auki hefur skólinn gríðarlega virkt nemendalíf, en þar er að finna yfir 100 nemendafélög og fjölbreytta viðburði, ferðir og ráðstefnur. Og ef þú hefur áhuga á íþróttum þá þarft þú ekki að hafa áhyggjur. Í skólanum eru yfir 50 mismunandi íþróttafélög. Þú færð því fjölda tækifæra til að taka þátt í félagslífinu og kynnast samnemendum þínum utan kennslustofunnar. 

Samgöngur til og frá háskóalsvæðunum

Það ganga almenningssamgöngur til allra háskólasvæðanna og eru fríar skutlur á milli svæðanna fyrir nemendur allt árið um kring.

Vilt þú nánari upplýsingar um Monash University?
Hafðu samband!
Hafa samband