Ástralía

Háskólanám í Ástralíu - KILROY

Háskólanám í Ástralíu

Í Ástralíu eru ótal góðir háskólar, og KILROY getur aðstoðað þig við að sækja um í fjölda þeirra. Kennsluaðferðir eru bæði í formi fyrirlestra og sjálfsnáms og eru námsmenn hvattir til að taka virkan þátt í umræðum og verkefnavinnu.

Háskólaám í Ástralíu skiptist í tvö stig: Undergraduate (grunnnám/bachelornám) og postgraduate (meistaranám & doktorsnám). Almennt tekur grunnnám þrjú ár og meistaranám eitt til tvö ár. Í ákveðnum gráðum býðst þér svo að taka fjórða árið eftir að hafa lokið grunnnámi. Margir háskólar bjóða upp á svokallað "Honours degree" innan hvers sérsviðs. Þú getur einnig tekið "postgraduate diploma" eftir grunnnám, sem jafngildir einu ári í meistaranámi.

Námsárið í Ástralíu

Flestir ástralskir háskólar byggja á annarkerfi, en nokkrir bjóða upp á þriggja mánaða tímabil. Auk þess býðst í mörgum háskólum möguleiki á að taka sumarnámskeið. Annirnar eru frá febrúar til júní og frá júlí til nóvember.

Umsóknarfrestur í háskólum í Ástralíu

Í áströlskum háskólum er enginn umsóknarfrestur. Það er samt mælt með því að þú sækir um inngöngu fyrir 15. nóvember ef þú vilt hefja nám í febrúar og fyrir 15. apríl ef þú ætlar þér að hefja nám í júlí. 

Tungumálakunnátta

Flestir háskólar í Ástralíu samþykkja enskukunnáttu af stúdentsprófi í viðkomandi landi. Þó er skilyrði fyrir því að einkunnir mega ekki vera eldri en fimm ára. Góðrar enskukunnáttu er krafist og sem regla er að þú þarft að hafa háa einkunn í ensku. Ef þú uppfyllir ekki þau skilyrði getur þú búist við að skólarnir krefjist TOEFL (enskukunnáttuprófs) eða sambærilegs prófs.

Námsframboð í Ástralíu

Í Ástralíu getur þú lært nánast hvað sem er, enda er mikið um flotta háskóla í landinu sem eru með fjölbreytt námsframboð. Kynntu þér hvaða greinar þú getur lært í Ástralíu hér að neðan.

Vilt þú nánari upplýsingar um Ástralía?
Hafðu samband!
Hafa samband