Queensland University of Technology

QUT nemandi
 

Queensland University of Technology

Queensland University of Technology (QUT) er einn af nútímalegustu háskólum Ástralíu. Háskólinn er rómaður bæði hér heima sem og á erlendri grundu fyrir hágæða nám, alþjóðleika og frábæra námsmannaaðstöðu. Að auki eru í skólanum öflug nemendafélög sem sinna hagsmunagæslu og standa að fjölbreyttum viðburðum.

Study at Queensland University of Technology - KILROY

6 ástæður fyrir því að stunda nám í Queensland University of Technology:

 • QUT er þekktur sem "A university for the real world" en það er vegna þess að skólinn leggur mikla áherslu á að starfa náið með fyrirtækjum og samfélaginu í kennslu og rannsóknum. 
 • QUT er staðsettur í Brisbane þar sem þú finnur 24 garða og yfir 261 sólardaga á ári. Sannkallaður draumanámsstaður!
 • Þú færð hágæða kennslu. Kennarar skólans sem og gestafyrirlesarar eru meðal þeirra fremstu á sínu sviði.
 • Mikil áhersla er lögð á að gera umhverfið sem þægilegast fyrir nemendur sem og kennara skólans og er lögð gríðarlega áherslu á að efla félagslífið í gegnum fjölbreytta viðburði og skemmtanir.
 • Sem nemandi við skólann getur þú valið á milli yfir 600 faga.
 • Aðalháskólasvæði QUT er staðsett í hjarta Brisbane, nálægt verslunum, næturlífi og menningarsvæði borgarinnar.

Study at QUT in Brisbane, Australia - KILROY

Hvaða nám get ég stundað við Queensland University of Technology?

Alþjóðlegir nemendur geta valið á milli fjölda námsleiða á bæði grunn- og framhaldsstigi. Að auki er hægt að sækja um skiptinám í eina eða tvær annir. Sem nemandi við QUT getur þú valið á milli námsleiða á 6 háskólasviðum: verkfræði og vísinda-, menntavísinda-, viðskipta-, laga-, hönnunar- og heilbrigðisvísindasvið.

Hvað kostar að stunda nám við Queensland University of Technology?

Kostnaðurinn við að stunda nám við QUT er breytilegur eftir því námi og námsgráðu þú velur að stunda. Sérfræðingur okkar í námi erlendis veitir þér fría ráðgjöf og nánari upplýsingar um skólagjöld og áætlaðan lifnaðarkostnað. Ekki hika lengur og hafðu samband!

Study at Queensland University of Technology - KILROY

Skemmtilegar staðreyndir um Queensland University of Technology

 • QUT var listaður meðal bestu háskóla Ástralíu sem eru yngri er 50 ára árið 2016.
 • Háskólinn hefur sitt eigið listagallerí og nokkrar sundlaugar.
 • QUT hefur einnig líkamsræktarstöð fyrir hugann "brain fitness lab".
 • QUT hefur yfir 700 alþjóðlega nemendur frá yfir 100 löndum - átt þú eftir að eignast vini út um allan heim.
 • Á háskólasvæðinu eru tveir barir þar sem þú finnur ætíð einhverja viðburði
 • Á hverjum föstudegi heldur QUT fótboltaleiki á milli nemenda skólans.
 • QUT hefur eigin Instagram reikning þar sem þú getur fengið innsýn inn í námsmannalífið í skólanum. Kannaðu það hér!

Study in Brisbane with KILROY

Hvernig getur KILROY aðstoðað mig?

Sérfræðingur okkar í námi erlendis veitir þér fría ráðgjöf, frá þinni fyrstu spurningu og þar til að námi þínu lýkur. Að auki aðstoðar hann þig við umsóknarferlið þér að kostnaðarlausu. Hafðu samband og nældu þér í nánari upplýsingar. Hlökkum til að heyra frá þér!

Vilt þú nánari upplýsingar um Queensland University of Technology?
Hafðu samband!
Hafa samband