Queensland University of Technology

Fjölbreytt og skemmtilegt námsmannalíf í Brisbane

Námsmannalífið í Queensland University of Technology

Brisbane, höfuðborg Queensland, er vinsæl borg meðal námsmanna. Borgin liggur á svæði sem kallast South East Queensland sem teygir sig frá Sunshine Coast í norðri til Gold Coast í suðri. Sannkallaður draumanámsstaður!

Námsmannalífið í Brisbane - fullkomin blanda af öllu

Borgin sem oft er kölluð "Brissy",  "Brisneyland" og "Bris Vegas" af heimamönnum vísar til hins afslappaða lífstíl borgarinnar. Brisbane hefur yfir 290 sólskinsdaga á ári og eyða heimamenn því miklum frítíma utandyra, t.d. á nálægum ströndum og/eða görðum. Auðvelt er því að stunda áhugamálið allt árið um kring t.d. köfun, surf, veiðar og hjólreiðar, til að nefna nokkur. Hvort sem þú heillast meira að hreyfingu og útivist eða slökun í frítíma þínum þá átt þú ekki eftir að verða fyrir vonbrigðum í Brisbane.

Student life in Brisbane - KILROY

Brisbane er talin vera ung borg þar sem meðalaldur íbúa er 33 ára og finnur þú þar marga frábæra afþreyingarmöguleika. Njóttu þess að rölta meðfram Brisbane ánni en meðfram henni finnur þú marga frábæra almenningsgarða t.d. grasagarðinn og gerviströnd. Á kvöldin getur þú svo valið á milli fjölda skemmtana. Kíktu á fría tónleika í einum garðinum eða á hverfispöbbnum. 

Ástralía er þekkt fyrir að vera hafa verðlag í hærri kanntinum en í Brisbane. Ekki hafa samt of miklar áhyggjur en í Brisbane finnur þú nokkra ódýra og/eða fría afþreyingamöguleika. 

8 afþreyingar í Brisbane sem eru fullkomnar fyrir takmarkaðan fjárhagHow is it like living in Brisbane? KILROY

1. Njóttu sólarinnar á einum vinsælasta stað Brisbane: the South Bank Beach.

2. Taktu rútuna til Mt Coot-tha Lookout og upplifðu magnað útsýni yfir borgina.

3. Farðu í siglingu með Brisbane River's ferryboats.

4. Upplifðu bóhemíska andrúmsloftið og hlustaðu á lifandi tónlist á West End.

Student life in Brisbane - KILROY

5. Heimsæktu Lone Pine Koala Sanctuary og kynntu þér dýralífið í Ástralíu.

6. Farðu í dagsferð til Gold Coast og prófaðu að surfa.

7. Prófaðu eða fylgstu með öðrum stunda klettaklifur á Kangaroo Point Cliffs.

8. Prófaðu SUP á Brisbane ánni.

Námsmannaafslættir í Brisbane

Mundu eftir International Student Identity Card (ISIC) kortinu. Með ISIC kortinu þínu færð þú aðgang að ýmsum fríðindum og afsláttum um allan heim.

Living in Brisbane as a student - KILROY

Veðurfarið í Brisbane

Borgin nýtur þægilegs suðræns loftslags með heitum og rökum sumrum á meðan vetur eru þurrir og tempraðir. Þrátt fyrir að sumrin geta orðið afskaplega heit er maður varinn gegn hitabeltisloftslaginu í norðurhluta Queensland. Heitasti mánuður ársins er janúar og er meðalhiti þá um 25 °C á meðan júní er kaldasti mánuður ársins með meðalhita u.þ.b. 15 °C.

Að leigja bíl í Brisbane

Ef þig langar að kanna Brisbane og/eða nálæga staði t.d. Surfers Paradise og Sunshine Coast er tilvalið að leigja bíl eða húsbíl. Það er bæði einfalt og þægilegt að keyra í Ástralíu, mundu bara að þar er vinstri umferð!

Vilt þú nánari upplýsingar um Queensland University of Technology?
Hafðu samband!
Hafa samband