Queensland University of Technology

Aðalinngangur Queensland University of Technology

Námsmannahúsnæði í Brisbane

Langar þig að stunda nám við Queensland University of Technology en veist ekki hvar þú getur búið? Hér fyrir neðan finnur þú nánari upplýsingar um húsnæðismöguleika þína ásamt upplýsingum um háskólasvæði skólans.

Queensland University of Technology hefur tvö háskólasvæði sem eru bæði staðsett nálægt miðbæ Brisbane: Gardens Point og Kelvin Grove.

Gardens Point Campus liggur að Brisbane ánni nálægt grasagarðinum og þinghúsinu. Þaðan er stutt í fjölbreyttar verslanir, veitingahús, söfn, leikhús o.fl. Auðvelt er að ferðast til og frá svæðinu með almenningssamgöngum en skammt frá er að finna strætisvagna, lestir, ferjur og ókeypis skutlur.

Campus life at QUT, Australia - KILROY

Kelvin Grove Campus er staðsett á fallegu svæði sem er í aðeins 2 km fjarlægð frá miðbæ Brisbane. Þaðan ganga strætóar á 10 mínútna fresti í miðbæinn og á Garden Point Campus. 

Námsmannaíbúðir í Brisbane

Þú finnur frábærar námsmannaíbúðir nálægt Kelvin Grove Campus á svæði sem kallað er Iglu Kelvin Grove. Ef þú vilt frekar búa að öðru svæði þá getur þú leitað til QUT Housing Office sem veitir þér ráðgjöf og aðstoð við að finna íbúð á hinum almenna leigumarkaði. Almennt er þó mjög auðvelt að finna íbúð í Brisbane.

Accommodation at Queensland University of Technology - KILROY

Lífið á háskólasvæðinu

Námsmannalífið í QUT er frábært bæði í og utan kennslustofunnar. Fyrirlestrarnir eru frábærir, námsaðstaðan er til fyrirmyndar og andrúmsloftið er vinalegt.

Háskólasvæði QUT bjóða upp á fjölbreytta aðstöðu fyrir nemendur en þar er til að mynd að finna listagallerí, sundlaug og líkamsræktarstöðvar. Hins vegar þá er oft ekki aðstaðan heldur fólkið sem þú hittir sem gerir dvöl þína ógleymanlega. Með það til hliðsjónar þá skarar QUT fram úr en háskólinn leggur gríðarlega áherslu á að efla félagslífið í skólanum í gegnum fjölbreytta viðburði og skemmtanir. Í skólanum eru yfir 80 námsmannafélög sem tengjast fjölbreyttum málefnum þar á meðal íþróttum, pólitík, trúmálum, leikjum, kvikmyndum, matreiðslu, menningu o.fl.

Student accommodation in Brisbane - QUT - KILROY

Samgöngur til og frá háskólasvæðum QUT

Sem nemandi við QUT getur þú valið að nýta þér almenningssamgöngur eða fría háskólaskutlu sem keyrir á milli háskólasvæðanna á 10 mínútna fresti. Hvort sem þú velur þá er einkar auðvelt að ferðast til og frá báðum svæðunum.

Vilt þú nánari upplýsingar um Queensland University of Technology?
Hafðu samband!
Hafa samband