Queensland University of Technology

Stundaðu nám í QUT í Ástralíu

Að sækja um í Queensland University of Technology

Hægt er að sækja um nám í Queensland University of Technology allt árið um kring. Ef skólinn hefur vakið áhuga þinn mælum við með því að hefja umsóknarferlið fljótlega. Hafðu samband við sérfræðing okkar sem veitir þér fría ráðgjöf og aðstoð við umsóknarferlið.

Við höfum verið í samstarfi með Queensland University of Technology í mörg ár og munum veita þér allar nýjustu upplýsingarnar varðandi inntökuskilyrðin og umsóknarferlið.

Queensland University of Technology sækist eftir að fá nemendur sem hafa einkunnir yfir meðallagi frá menntaskóla/háskóla. Umsóknir eru metnar með tilliti til bæði fyrrum og núverandi náms, starfsreynslu og þátttöku í félagsstörfum.

Enskukunnátta

Til að fá inngöngu í skólann þarft þú sem umsækjandi að hafa náð eftirfarandi einkunn úr enskukunnáttuprófi, TOEFL eða IELTS:

  • TOEFL (International) viðmið
    IBT - lágmarkseinkunn 90* (lágmark 20 í hverjum hluta). 
  • IELTS (Academic) viðmið 
    Lágmarkseinkunn 6.5* (lágmark 6.0 í hverjum hluta)

*Vinsamlegast hafðu hugfast að sum fög krefjast þess að þessi viðmið séu hærri. Einkunnir frá TOEFL eða IELTS mega ekki vera eldri en tveggja ára.

Námsstyrkir fyrir alþjóðlega nemendur í QUT

Queensland University of Technology hefur í boði nokkra námsstyrki fyrir alþjóðlega nemendur. Hér finnur þú nánari upplýsingar um námsstyrki í QUT.

Hvenær ætti ég að hefja umsóknarferlið

Hægt er að sækja um nám í Queensland University of Technology allt árið um kring og mælum við með því að hefja umsóknarferlið fljótlega eftir að ákveðið hefur verið að stunda nám við háskólann. Grunnreglan er að sækja um nám allavega 3-4 mánuðum áður en nám hefst.

Vilt þú nánari upplýsingar um Queensland University of Technology?
Hafðu samband!
Hafa samband