RMIT University

RMIT byggingin séð frá götunni
 

Royal Melbourne institute of Technology (RMIT)

Ef þig dreymir um að stunda nám í hjarta Melbourne þá ættir þú að kynna þér Royal Melbourne Institute of Technology (RMIT). RMIT býður upp á spennandi og fjölbreyttar námsleiðir og hefur framúrskarandi orðspor á alþjóðavísu.

6 ástæður fyrir því að stunda nám við RMIT

 • RMIT leggur mikla áherslu á að samtvinna námið við atvinnulífið.
 • Sem nemandi við RMIT getur þú valið á milli 500 námsleiða.
 • Háskólinn er staðsettur í Melbourne sem er ein af bestu námsmannaborgum heims.
 • Þú finnur yfir 100 starfræk námsmannafélög og samtök í skólanum .
 • RMIT býður upp á fría námsaðstoð (ráðgjöf varðandi skrifleg verkefni, þróun hugmynda, framkomu og kynningar og almenn námsráðgjöf).
 • Þú færð hágæða kennslu frá alþjóðlega viðurkenndum sérfræðingum sem eru á meðal fremstu sérfræðinga á sínu sviði.

Orðspor RMIT

RMIT hefur skapað sér gott orðspor á alþjóðavísu fyrir framúrskarandi kennslu, rannsóknir, verknám og virk tengsl við atvinnulífið. Háskólinn hefur hlotið eftirfarandi viðurkenningar:  

 • RMIT er listaður nr. 32 yfir bestu háskóla heims, 50 ára og yngri, samkvæmt 2014 QS World University Rankings.
 • RMIT fékk 5 stjörnur fyrir gæði náms, kennslu, innviða og alþjóðavæðingu samkvæmt 2013 QS Stars rating.
 • RMIT er á meðal topp 100 háskóla heims fyrir starfshæfni nemenda eftir útskrift samkvæmt 2013 QS World University Rankings.
 • RMIT er á meðal topp
 • Á meðal topp 100 háskóla heims fyrir gæði í námi í "Communication and Media Studies, Computer Science and Information Systems og Accounting and Finance" og meðal topp 150 háskóla heims fyrir gæði í nám í verkfræði, hagfræði, kennslufræði og lyfjafræði samkvæmt 2013 QS World University Rankings.

Hvaða nám get ég stundað við RMIT?

Þú getur stundað:

 • Grunnnám
 • Framhaldsnám
 • Skiptinám (í eina eða tvær annir)

Stundaðu nám við RMIT - KILROY

Námsleiðir og fög við RMIT University

RMIT býður upp á fjölbreyttar námsleiðir og fög. Sem nemandi við RMIT getur þú valið á milli yfir 500 námleiða innan:

 • Architecture and building
 • Advertising
 • Art and Design
 • Business
 • Communications – Media, Journalism, Public Relations
 • Community services and social sciences
 • Computing and Information
 • Technology
 • Education and training
 • Engineering
 • Environment and planning
 • Health and Medical science 
 • Science
 • Sjá nánari upplýsingar um námsleiðir hér

Skemmtilegar staðreyndir um RMIT

Stundaðu nám við RMIT í Melbourne, Ástralíu - KILROY

 • RMIT háskólinn hefur frábært tengslanet í gegnum háskólasvæðin sín í Ástralíu og Víetnam, miðstöð á Spáni og samstarfsaðila í Singapore, Hong Kong, Kína, Malasíu, Indlandi, Sri Lanka, Belgíu, Spáni og Þýskalandi.
 • Heildarfjöldi nemenda er 82.000
 • Af þeim er eru alþjóðlegir nemendur 30.000+ þar af eru 13.000+ í Ástralíu.

Hvernig getur KILROY aðstoðað mig?

Sérfræðingur okkar í námi erlendis aðstoðar þig, frá þinni fyrstu spurningu og þar til að námi lýkur. Hann veitir þér nánari upplýsingar og ráðgjöf varðandi námið, skólagjöldin og áætlaðan lifnaðarkostað ásamt því að aðstoða þig við umsóknarferlið þér að kostnaðarlausu. Ekki hika lengur og stundaðu draumanámið þitt í Ástralíu.

Nánari upplýsignar um RMIT finnur þú hér:

...á heimasíðu RMIT
...á Facebook síður RMIT'
...á Instagram síðu RMIT
...á Pintrest síðu RMIT 

Vilt þú nánari upplýsingar um RMIT University?
Hafðu samband!
Hafa samband