RMIT University

Námsmannalífið í RMIT Univeristy

Það þurfa allir að taka pásur frá lærdómnum og við getum lofað að þér á ekki eftir að leiðast í Melbourne. Hér fyrir neðan finnur þú nokkrar frábærar hugmyndir að afþreyingu fyrir námsmenn í Melbourne.

Námsmannaborgin Melbourne

RMIT háskólinn er staðsettur í Melbourne, næststærstu borg Ástralíu. Borgin er einstaklega lífleg og vinsæl námsmannaborg en hún hýsir yfir 50.000 námsmenn alls staðar að úr heiminum. Melbourne er á meðal bestu borga í heiminum er kemur að lífsgæðum, hreinlæti og öryggi. Loftslagið þar er einstaklega þægilegt og er þar að finna marga heillandi almenningsgarða og götur. Íbúar Melbourne elska mat og drykk og eru yfir 3.000 veitingastaðir í borginni þar sem einnig þeir matvöndu freistast. 

Stundaðu nám við RMIT í Melbourne - KILROY

Að auki er Melbourne talin ein af bestu borgum Ástralíu er varðar tísku, næturlíf og viðburði. Og ekki má gleyma náttúrunni en rétt fyrir utan borgina finnur þú frábærar strendur og einstaka þjóðgarða.

Athugaðu að á þriðjudögum bjóða flest kvikmyndahúsin í Melbourne 2fyrir1 eða 50% afslátt af miðum - tilvalin afþreying með nýju vinunum.

Lífið í Melbourne

Melbourne hefur verið tilnefnd sem ein af bestu borgum heims til að búa í með tilliti til menningar, loftslags, lífsgæða, lifnaðarkostnaðar, lága glæpatíðni og heilbrigðiskerfisins. 

 

Þú finnur marga frábæra afþreyingamöguleika í borginni. Til að gefa þér smá innsýn höfum við listað hér fyrir neðan nokkrar skemmtilegar og fríar/ódýrar afþreyingar fyrir námsmenn í Melbourne.

Heimsæktu Federation torgið 

Þú finnur fjölbreytta afþreyingamöguleika í Melbourne

Torgið er staðsett í CBD (Central Business District) hverfinu og er á hverjum degi eitthvað að gerast þar. Markaðir, götulistamenn og fótboltaleikir sem sýndir eru á stóru tjaldi. Fylgstu vel með því reglulega eru einnig haldnir skemmtilegir viðburðir á torginu þar sem aðgangur er frír.

Queen Victoria markaðurinn

Queen Victoria markaðurinn í Melbourne - KILROY

Röltu um hinn fræga Queen Victoria markað en hann hefur verið tilnefndur sem einn besti markaður Viktoríu fylkis. Lífleg stemmning og fjölbreyttar vörur. Þá er einnig Suzuki næturmarkaðurinn staðsettur á sama stað.

Southgate

Southgate hverfið í Melbourne - stundaðu nám við RMIT

Southgate hverfið er staðsett við Yarra ánna í Melbourne. Röltu um líflegar göturnar, slakaðu á við ánna og njóttu útsýnisins. Og ekki gleyma því að fylgjast með því sem er að gerast í kringum þig - aldrei að vita nema þú lendir inn á einnig frábærri götusýningu.

Great Ocean Road

The great ocean road - stundaðu nám í Melbourne

Vinsælasta strandlengja Viktoríu fylkisins er ein sú fallegasta í heiminum. Skelltu þér í stutt road trip og skoðaðu fræg kennileit eins og the 12 Apostels og hver veit nema þú eigir einnig eftir að sjá kengúrur og koalabirni í sínu náttúrulega umhverfi.

 

Dandenong Ranges

Dandenong ranges - stundaðu nám í Melbourne

The Dandenongs er fullkominn staður fyrir alla náttúruunnendur, útvistatýpur, matarunnendur og allra sem eru í leit að rólegum stað til að slaka á og endurnýja orkuna. Þar finnur þú stórkostlega náttúru og færð tækifæri til að fara í eina frægustu gufulest Ástrlíu, Puffing Billy.

Mannlífið í Melbourne

Í Melbourne búa um 4,2 milljónir manna frá yfir 200 löndum. Íbúar eru afar félagslyndir og opnir og njóta þess að hitta vini og kunningja á kaffi- og veitingahúsum borgarinnar ásamt því að flesti eru miklir aðdáendur ástralska fótboltans - ekki vitlaust að kynna sér hann aðeins áður en þú flytur!

Veðurfarið

Loftslagið í Melbourne er temprað sjávarloftslag, sem einkennist af afar breytilegu veðri. Almennt eru sumur heit og vetur mildir en athugaðu að það koma líklega nokkrir dagar þar sem þú upplifir allar árstíðirnar á sama sólarhringnum.

Vilt þú nánari upplýsingar um RMIT University?
Hafðu samband!
Hafa samband