RMIT University

Námsmannahúsnæði í Melbourne

Langar þig að stunda nám við RMIT en veist ekki hvar þú getur búið? Hér fyrir neðan finnur þú nánari upplýsingar um húsnæðismöguleikana þína ásamt upplýsingum um háskólasvæðin í Melbourne.

Royal Melbourne Institute of Technology hefur þrjú háskólavæði í og við Melbourne. Aðalsvæðið er staðsett í Central Business District (DBD) í Melbourne. Öll aðstaða og aðbúnaður nemenda er til fyrirmyndar. RMIT er með nútímalegar og vel búnar rannsóknarstofur sem nýtast vel í verklegri kennslu og við rannsóknir. Að auki er háskólinn með frábæra aðstöðu fyrir þau félags- og íþróttasamtök sem eru starfræk í skólanum.

Húsnæði fyrir námsmenn í Melbourne

Það getur alltaf verið svolítið stressandi að finna húsnæði og þá sérstaklega í nýju landi. Ekki hafa áhyggjur en almennt er ekki mjög erfitt að finna húsnæði í Melbourne. Við viljum þó var þig við, ef þú ert að leita á almennum leigumarkaði, að ekki greiða fyrir neitt nema þú hafi séð íbúðina/herbergið. Góð hugmynd er að fljúga til Melbourne tveimur vikum áður skólinn byrjar til að finna húsnæði og kynnast borginni.

Rmit Village - námsmannaíbúðir í Melbourne

RMIT aðstoðar nemendur við að finna húsnæði í Melbourne ásamt því að veita þeim ráðgjöf varðandi:

  • "Student apartment complexes" fyrir þá sem vilja deila íbúð á háskólasvæðinu.
  • "Homestay/full board" fyrir þá sem vilja prófa að búa hjá fjölskyldu. Veitir frábært tækifæri til að kynnast menningunni betur og bæta enskukunnáttuna.
  • "Private student hostel accommodation" fyrir þá sem vilja leigja herbergi og deila baði, eldhúsi og stofu með öðrum nemendum.
  • "Share and rental accommodation" fyrir þá sem vilja leigja íbúð/hús á almennum leigumarkaði og deila með öðrum nemendum

Háskólasvæði RMIT í Melbourne

RMIT aðalháskólasvæðið í Melbourne er þekkt fyrir frábæra staðsetningu í Central Business District (DBD) í Melbourne og myndar þar mikilvægan part af borginni.

Rmit village - námsmannahúsnæði í Melbourne

RMIT University hefur þrjú háskólasvæði í Melbourne og nágrenni:

  • City (aðalháskólasvæðið) (downtown Melbourne)
  • Bundoora (18 km frá CBD)
  • Brunswick (5 km frá CBD)

Þar að auki er RMIT með tvö háskólasvæði fyrir eftirfarandi nám:

  • Point Cook - atvinnuflugmannsnám (20 km frá CBD)
  • RMIT Hamilton -Hjúkrunarfræðinám
  • Eitt alþjóðlegt háskólasvæði í Víetnam (RMIT Vietnam)

Lífið á háskólasvæðinu

Öll aðstaða og aðbúnaður er til fyrirmyndar í RMIT. Þar finnur þú nútímalegar og velbúnar rannsóknarstofur og fyrirlestrasali.

Mikil áhersla er lögð á að skapa gott andrúmsloft meðal nemenda í gegnum fjölbreytt félags- og íþróttasamtök. 

Háskólasvæði RMIT í Melbourne

Þú getur tekið orðið hlut af námsmannafélagi sem tengist þínu áhugamáli, mætt í frían morgunverð í hverri viku eða skráð þig í gönguhóp, líkamsræktartíma og ferðir á markaðinn, í kvikmyndahús eða á tónlistarviðburði. Að auki ert þú í göngufæri við fjölda veitinga- og kaffihúsa. Þér á ekki eftir að leiðast í Melbourne.

Almenningssamgöngur í Melbourne

Stundaðu nám í Melbourne - KILROY

Melbourne er með afar skilvirkt og þróað samgöngukerfi sem samanstendur af rútum, strætisvögnum, sporvögnum og lestum. Háskólasvæði RMIT liggja öll nálægt almenningssamgöngum. Að auki er Melbourne vel skipulögð borg þar sem auðvelt er að keyra á milli staða á eigin bíl (mundu þó að í Ástralíu er keyrt á vinstri vegarhelmingi).

Vilt þú nánari upplýsingar um RMIT University?
Hafðu samband!
Hafa samband