University of New South Wales

Nemendur í UNSW
 

Nám í University of New South Wales (UNSW)

Hefur þú áhuga á að læra í einum af virtasta háskóla Ástralíu sem er staðsettur í stórborg þar sem skemmtun, verslanir og strönd er handan við hornið? Velkomin/n í University of New South Wales í Sydney! Hér getur þú lært bæði grunn- og framhaldsnám eða jafnvel farið í skiptinám.

Afhverju að læra í UNSW?

UNSW býður upp á mjög fjölbreytt úrval námsleiða en skólinn tilheyrir "hópi af þeim átta" (e. Group of Eight) sem er net fremstu háskóla Ástralíu. Samkeppni um nám hérna er mjög mikil.

Hvaða nám get ég stundað í UNSW?

Háskólinn býður upp á grunn- og framhaldsnám í mörgum greinum en sem dæmi þá er hægt að læra arkitektúr, viðskiptafræði, iðnhönnuð, fjölmiðlafræði, hálistir, verkfræði, stjórnmálafræði, læknisfræði og tónlist. Langar þig aðeins til að læra erlendis í eina eða tvær annir? Það er einnig ekkert mál að taka skiptinám í eina önn eða eitt ár.

Nám erlendis gefur þér einnig tækifæri á því að fá dýrmæta reynslu á atvinnumarkaði, þar sem starfsnám er mjög algengt á þessum slóðum. Þú vinnur þá hjá fyrirtæki eða stofnun og færð einingar í staðinn. 

Heimasíða skólans: University of New South Wales 

 

Vilt þú nánari upplýsingar um University of New South Wales?
Hafðu samband!
Hafa samband