University of South Australia

Nám í Adelaide

University of South Australia er í Adelaide í South Australia fylki. Adelaide er frábærlega vel staðsett í fylkinu og er talin vera afar myndræn og framsækin borg og búa yfir skemmtilegum anda.

Adelaide er menningarrík og hefur spennandi úrval veitingastaða og stærsta fiskmarkað þessa suðlega hluta heimskringlunnar. Borgin býður einnig uppá mikið af alþjólegum og þjóðlegum viðburðum í tónlist, íþróttum, mat og vín. Fyrir vínáhugamenn þá er vínhéraðið fræga, Barossa Valley, skammt undan. 

Lífsstíllinn

Lífsstíllinn í Adelaide er afslappaður og atorkumikill. Með ríkt úrval veitingastaða, menningar- og strandlífs býður borgin uppá eitthvað fyrir alla.

Staðsetningin

Adelaide er stórborg með yfir 1,2 milljónir íbúa. Þrátt fyrir stærðina þá eru heimamenn þekktir fyrir gestrisni og vingjarnleika. Hér geturðu meðal annars farið á brimbretti, hjólað eða farið á sjóskíði. Adelaide býður einnig uppá frábært næturlíf og mörg kaffihús og tónlistarviðburði.

Loftslagið

Loftslagið líkist loftslaginu í Suður-Evróput og kílómetralöngu strendurnar henta vel til tómstundaiðkanna yfir sumartímann. Heitasti mánuður ársins er janúar þar sem meðalhitinn er um 25 gráður, á meðan júní er kaldasti mánuðurinn með meðalhita um 15 gráður.

Vilt þú nánari upplýsingar um University of South Australia?
Hafðu samband!
Hafa samband