University of South Australia

Stúdentalífið í UNISA

Á UniSA eru fjögur háskólasvæði. Tvö inni í miðborginni og tvö fyrir utan hana. Hvert háskólasvæðið býður uppá nútímalega aðstöðu og góða þjónustu.

City West er nýtískulegur og líflegur campus sem er staðsettur í náms- og menningarhverfi Adelaide. Háskólasvæðið hefur getið sér gott orðspor á meðal nemenda fyrir mikla nýbreytni og öflug rannsóknarstörf.

City East campus fókuserar á líflæknisfræði og heilsutengt nám. Á svæðinu er unnið í nánu samstarfi við nærliggjandi sjúkrahús, læknastofnanir og aðrar heilsutengdar stofnanir. City East býður einnig uppá heilsuþjónustu fyrir almenna borgara.

Magill campus liggur í sirka 8 kílómetra fjarlægð frá Adelaide og þar eru áherslurnar á hugvísindi og félagsvísindi. 

Mawson Lakes Campus liggur í sirka 20 mínútna akstursfjarlægð frá Adelaide, með fókus á upplýsingatækni (IT) og verkfræðinám.

Aðstaðan

Háskólasvæðin eru vel skipulögð og það verður enginn svikinn af þeim. Hér eru bókasafn, kaffihús og ýmiskonar aðstaða til íþróttaiðkanna, tölvuherbergi ofl.

Samgöngurnar

Það ganga bæði strætisvagnar og lestir á milli háskólasvæðanna og inn í miðborgina. Brottfarir eru tíðar og þú þarft í mesta lagi að bíða í 15 mínútur eftir næsta strætó/lest. 

Húsnæði

UniSA er ekki með stúdentaíbúðir á háskólalóðunum, en húsnæðisdeildin hjálpar nemendum að finna íbúðir á hinum almenna markaði. Almennt séð er ekki erfitt að finna íbúð í Adelaide. Vinsælt svæði að búa á á meðal nemenda er Glenelg.

Vilt þú nánari upplýsingar um University of South Australia?
Hafðu samband!
Hafa samband