University of Sydney

Námsmannalífið í Sydney

Það er frábært að stunda nám í Sydney! Borgin er afar lífleg og finnur þú þar marga mismunandi afþreyingarmöguleika sem tengjast bæði námi og félagslífinu.

Þér á ekki eftir að leiðast í Sydney!

Við getum fullvissað þig að þér á ekki eftir að leiðast í Sydney! Borgin er gríðarlega fjölmenningarleg í borginni en þar búa einstaklingar frá yfir 200 löndum. Þar með getur þú upplifað fjölbreytta matarmenningu á veitingastöðum, kaffihúsum, mörkuðum og stúdentagörðunum. Við skorum á þig að upplifa hana með öllum nýju vinunum! Og ekki örvænta því þótt þú sért á námslánum er einnig fjöldi af ódýrum valmöguleikum í boði. 

Univeristy of Sydney er staðsettur á austurströnd Ástralíu, í New South Wales fylkinu og eru flest háskólasvæði skólans staðsett nálægt miðbænum í Sydney. Upplifðu stórborgarlífið í Sydney þegar þú ert ekki að læra!

Yfir 200 félög og klúbbar

Í University of Sydney finnur þú yfir 200 mismunandi félög og klúbba, tvær líkmasræktarstöðvar, klifurvegg, kaffihús, bari og marga skemmtilega viðburði. Þú ættir því auðveldlega að geta fundið skemmtilegt áhugamál á milli þess sem þú stundar námið. 

Taktu bækurnar með á ströndina - Sydney

Lífið á ströndinni í Sydney

Í og við Sydney finnur þú 35 mismunandi strendur. Vinsælustu eru Manly og Bondi strendurnar - það tekur þig ekki nema 45 mínútur að ferðast með rútu frá miðbæ Sydney á Bondi ströndina og um 20 mínútur með ferjunni frá höfninni í Sydney á Manly ströndina. Langar þig að upplifa eitthvað meira en að liggja í sólbaði? Skelltu þér í surfskóla!

Borgarlífið í Sydney

Í Sydney finnur þú mörg mismunandi hverfi sem öll hafa sinn sér sjarma. Í borginni finnur þú frábæra garða, heillandi gallerí og skemmtilega viðburði. Einnig finnur þú þar endalausa verslunarmöguleikar allt frá hátískuvörumerkjum eins og Gucci og Prada til ódýrra markaða. Sydney er frábær borg fyrir þá sem vilja upplifa bæði stórborgarlífið og einnig geta slappað af á ströndinni. Nei þér á ekki eftir að leiðast í Sydney!

Ókeypis afþreyingar í Sydney

Nú ert þú komin/n til Sydney og þar sem þú er á námslánum er frábært að nýta sér allar þær ókeypis afþreyingar sem finnast í borginni.

1. Farðu í gönguferð um The Rocks

Einstakt að ganga um the Rocks - Sydney

Þarna getur þú skoðað nokkrar af elstu byggingum og strætum Sydney sem voru byggðar árið 1788 - á nýlendutímanum.

2. Njóttu þín í Royal Botanic garðinum

Eftir að fyrirlestrinum lýkur ættir þú að taka bækurnar og drífa þig í Royal Botanic garðinn. Njóttu þess að læra í sólinni! Í garðinum finnur þú einstaklega fallegan gróður, skemmtilega stíga og heillandi útsýni yfir höfnina.  Ekki gleyma sólarvörninni og taktu selfie til að senda heim!

3. Farðu í göngu yfir Syndey Harbour brúnna

Ekki fyrir lofthrædda - Sydney

Þegar þú gengur yfir Sydney Harbour brúna frá The Rocks til Milsons Point færðu einstakt útsýni. Það er frítt að ganga yfir brúna en ef þú vilt klifra upp þá kostar það. Þorir þú?

4. Skoðaðu stjórnarráðs húsið

Skoðaðu stjórnarhúsið í Sydney

Meðfram Royal Botanical garðinum finnur þú sögulegt heimili 37 ríkisstjóra New South Wales frá 1846 til 1996. Lestu meira um stjórnarhúsið í Sydney.

5. Skoðaðu Queen Victoria bygginguna

Á George Street 455 finnur þú Queen Victoria bygginguna þar sem þú átt einnig eftir að uppgötva tvær ótrúlegar klukkur. Njóttu þess að skoða þær og læra svolítið um söguna! 

6. Frábærir námsmanna barir

Já ok það er kannski ekki ókeypis ef þig langar að kaupa eitthvað á barnum en það er allavega ókeypis að dansa. Ekki missa af fjörinu og kíktu við á:

  • The Courthouse, 19 Upper Macdonald Rd, Newtown (frábær barstemning)
  • The Ivy, 320 George Street (sundlaugarbar)
  • Manning Bar (staðsettur á háskólasvæðinu)

 

Námsmanna afslættir í Sydney Fáðu námsmanna afslætti með ISIC - Sydney

Með ISIC kortinu færð þú frábæra afslætti í Sydney og já auðvitað allri Ástralíu einnig. Nældu þér í ISIC appið og njóttu allra fríðindanna. Sparaðu peninga á meðan þú býrð í Sydney með ISIC.

Nánari upplýsingar um ISIC kortið og afslættina í Sydney   

Loftslagið

Í Sydney er temprað loftslag, heit sumur og mildir vetur. Heitasti mánuður ársins er janúar þar sem meðalhiti er 18 - 25°C gráður. Vetur eru mildir og svolítið naprir, en kaldasti mánuðurinn er júlí þar sem meðalhiti er á bilinu 8 - 16°C.

Að leigja bíl í Sydney

Ef þig langar að ferðast út fyrir Sydney um helgar er frábært að leigja bílaleigubíl. Hjá KILORY getur þú leigt bíl í Sydney. Hafðu samband og við munum aðstoða þig í að finna besta og ódýrasta kostinn. 

Vilt þú nánari upplýsingar um University of Sydney?
Hafðu samband!
Hafa samband