University of Sydney

Húsnæði í Sydney

Veistu ekki hvar þú átt að búa á meðan þú stundar nám í University of Sydney? Ekki örvænta því við munum aðstoða þig. Hér eru upplýsingar um hvar þú getur mögulega búið og einnig smá innsýn á það hvernig lífið á háskólasvæðinu á eftir að vera.

Húsnæði fyrir nemendur í Sydney

Margskonar húsnæði er í boði fyrir námsmenn í Sydney. Vinsælt er að sækja um á Urbaneast svæðinu sem er aðeins í nokkra km fjarlægð frá miðbæ Sydney. Herbergin þar eru fullbúin öllum húsgögnum þannig að þú sleppur við ferð í IKEA. Að auki er þar Wi-Fi, líkamsrækt og gæsla allan sólarhringinn.

Sæktu um námsmannaíbúð í University of Sydney

Háskólasvæðin

University of Sydney er með 7 mismunandi háskólasvæði. Camperdown/Darlington er aðalháskólasvæðið og er það eins og lítið þorp í miðjunni á borginni. Það svæði er mjög heillandi og finnur þú þar græna garða, íþróttahallir, söfn, listagallerí og tvær stórar byggingar sem eru aðeins fyrir nemendur.

Frábær aðstaða fyrir nemendur á háskólasvæðinu - University of Sydney

Ef þú ert í námi sem er tengt heilsu munt þú læra á Cumberland svæðinu og the Sydney Conservatorium of Music er staðsett rétt hjá óperuhúsinu í Sydney. Athugaðu Sydney College of Arts og Sydney Conversatorium of Music svæðin eru ekki með húsnæði fyrir nemendur en á móti þá ertu ekki nema í 30 mínútur að ferðast þangað með almenningssamgönum fá aðalháskólasvæðinu.

Lífið á háskólasvæðinu

Þú finnur gríðarlegt félagslíf en þú getur gengið til liðs við um 200 félög og klúbba. Langar þig að vera með í íþróttafélagi, skrifa fyrir námsmannablaðið, fara á tónleika eða einfaldlega notið þess að sitja á kaffihúsi á milli fyrirlestra. Margir möguleikar í boði, þitt er valið!

Háskólinn í Sydney fyrir straumum og stefnum og finnur þú þar alla nýjustu tækni bæði í fyrirlestrasölunum og rannsóknarstofunum. 

University of Sydney - frábær staðsetning

Hvernig er best að ferðast á milli?

Ef þú býrð í einhverri fjarlægð frá háskólasvæðinu er auðvelt fyrir þig að taka lestina á Redfern stöðina en þaðan ganga síðan strætóar að Fisher bókasafninu þér að kostnaðarlausu. Að auki finnur þú marga strætóa sem ganga á milli háskólasvæðanna. Það er mjög auðvelt að ferðast um Sydney.

Vilt þú nánari upplýsingar um University of Sydney?
Hafðu samband!
Hafa samband