University of Technology, Sydney

University of Technology Sydney
 

University of Technology Sydney

Hefur þú áhuga á að stunda nám í frábærri stórborg? Velkomin/n til Sydney! Í Sydney finnur þú nokkra frábæra háskóla en þar á meðal er University of Technology Sydney (UTS). UTS er framsækinn háskóli sem býður upp á fjölbreytt námsframboð. Háskólinn er vel metinn alþjóðlega og hefur frábæra staðsetningu í hjarta Sydney, nánar tiltekið í fjármálahverfinu.

6 ástæður fyrir því að þú ættir stunda nám við University of Technology Sydney

 1. Staðsetningin - þú færð tækifæri til að stunda nám í hjarta Sydney
 2. Hagstæð skólagjöld - skólagjöldin eru á meðal þeirra lægstu í Sydney
 3. Tengsl við atvinnulífið - lögð er áhersla á að nemendur vinni að raunverulegum verkefnum í samtarfi við viðeigandi iðnað og nálæg fyrirtæki.
 4. Hátt hlutfall af alþjóðlegum nemendum - hátt hlutfall alþjóðlegra nemenda eykur fjölbreytileikann sem og veitir þér tækifæri til að eignast vini alls staðar að úr heiminum
 5. Alþjóðlegt tengslanet - þú færð tækifæri til að byggja upp eigið alþjóðlegt tengslanet
 6. Borgin - þú færð tækifæri til að búa í og/eða rölta um skemmtileg bohemian hverfi ásamt því að kanna litríka markaði og hvítar strendur á hverjum degi.

Stundaðu nám í Sydney - KILROY

Orðspor University of Technology Sydney

The University of Technology Sydney fékk fimm stjörnur í síðustu QS Stars™ einkunnargjöf og alþjóðlega viðurkenningu fyrir góðan árangur í rannsóknum og kennslu.

Að auki er skólinn meðal best metnu háskóla í Ástralíu samkvæmt QS Top 50 under 50 2018 og Times Higher Education Young University rankings 2017. Þar er UTS #8 (QS) og #15 (THE). Ekki slæmt fyrir menntastofnun sem er aðeins 30 ára gömul.

Hvaða nám get ég stundað við University of Technology Sydney?

Í the University of Technology Sydney getur þú stundað:

 • Grunnnám
 • Framhaldsnám
 • Skiptinám í eina eða tvær annir
 • Ph.d.

Hvað kostar að stunda nám við University of Technology Sydney?

Kostnaðurinn er breytilegur eftir bæði námsleið og námsgráðu. Sérfræðingur okkar í námi erlendis veitir þér nánari upplýsingar um skólagjöldin ásamt upplýsingum um áætlaðan lifnaðarkostnað í Sydney. Ekki hika lengur og bókaðu frían fund hjá sérfræðingi okkar í námi erlendis.

Skemmtilegar staðreyndir um University of Technology Sydney!Fræga Dr Chau Chak Wing byggingin - KILROY

The Dr Chau Chak Wing byggingin líkist krumpuðum pappírspoka

 • UTS turninn er þekktur sem "Sydney's ugliest building" 
 • Hugh Jackman var nemandi við skólan og faðir Nicole Kidman var prófessor í efnafræði við UTS í mörg ár.
 • Dr. Chau Chak Wing byggingin lýtur út eins og krumpaður pappírspoki - bygging sem er ein sinnar tegundar í heiminum og laðar til sín fjölda ferðamanna á hverju ári.
 • Háskólinn hefur um 42.000 nemendur
 • Af þeim eru 10.000 alþjóðlegir nemendur

Hvernig getur KILROY aðstoðað mig?

Þú færð fría ráðgjöf hjá KILROY, allt frá þinni fyrstu spurningu og þar til að námi lýkur. Sérfræðingur okkar í námi erlendis veitir þér allar þær upplýsingar sem þú þarft ásamt því að aðstoða þig við umsóknarferlið þér að kostnaðarlausu.

Vilt þú nánari upplýsingar um University of Technology, Sydney?
Hafðu samband!
Hafa samband