University of Technology, Sydney

Námsmannahúsnæði í Sydney

Ert þú að hugsa um að sækja um nám í Univeristy of Technology Sydney en veist ekki hvar þú átt að búa? Ekki hafa áhyggjur! Hér finnur þú nánari upplýsingar um húsnæðismöguleikana þína í Sydney ásamt upplýsingum um háskólasvæðið.

Námsmannahúsnæði í Sydney

Sem nemandi við University of Technology Sydney getur þú sótt um mismunandi námsmannahúsnæði um alla borg. Flestar námsmannaíbúðir í Sydney eru settar þannig upp að þú færð þitt eigið herbergi en deilir eldhúsi og baðherbergi með öðrum nemendum.

Námsmannahúsnæði í Sydney - KILROY

Húsnæðisdeild skólans aðstoðar alþjóðlega nemendur við að finna námsmannaíbúðir eða húsnæði á hinum almenna leigumarkaði. Vinsælasta svæðið er Bondi Junction en þar eru flestar námsmannaíbúðirnar staðsettar.

Háskólasvæðið

Háskólasvæðið er staðsett í viðskiptahverfi Sydney, í um fimm mínútna göngufjarlægð frá aðallestarstöðinni. Aðstaðan á háskólasvæðinu er til fyrirmyndar og skapar líflegt háskólaumhverfi þar sem nemendur geta kynnst, lært og slakað á á milli tíma. Þar finnur þú, að auki við fyrirlestrasali og kennslustofur, skemmtilega bari, veitinga- og kaffihús, líkamsræktarstöð, verslanir o.fl. Og ekki má gleyma hinum fræga háskólabar „The Loft” fullkomin fyrir „eftir skóla drykk” með samnemendum þínum!

Námsmannalífið í Sydney - KILROY

Þá finnur þú einnig mörg mismunandi félög og samtök starfræk á háskólasvæðinu sem þú getur tekið þátt í. Þér á ekki eftir að leiðast!

Samgöngur

Sydney hefur frábært samgöngukerfi sem kemur þér um alla borg eða til nálægra stranda. Og mundu að þar sem skólinn er staðsettur í hjarta Sydney þarft þú ekki að ganga nema nokkur hundruð metra til að upplifa iðandi stórborgarlífið.

Vilt þú nánari upplýsingar um University of Technology, Sydney?
Hafðu samband!
Hafa samband