University of Technology, Sydney

Umsóknarferlið

University of Technology Sydney tekur á móti umsóknum allt árið um kring. Hafðu samband við sérfræðing okkar í námi erlendis varðandi nánari upplýsingar og aðstoð við umsóknarferlið þér að kostnaðarlausu.

Námsstyrkir

University of Technology Sydney veitir nokkra námsstyrki á ári til alþjóðlegra nemenda í fullu námi, innan mismunandi námsdeilda. Að auki getur þú sótt um „Study Abroad Excellence Award” ef þú ert skiptinemi. Hafðu samband við ráðgjafa okkar varðandi nánari upplýsingar.

Inntökuskilyrði

University of Technology Sydney sækist eftir nemendum sem hafa einkunnir yfir meðallagi frá framhald- og/eða háskóla. Umsóknir eru metnar með tilliti til bæði fyrrum og núverandi náms, starfsreynslu og þátttöku í félagsstörfum.

Enskukunnátta

Til að fá inngöngu í skólann þarft þú sem umsækjandi að hafa náð góðri einkunn úr enskukunnáttuprófi eins og TOEFL eða IELTS. Í sumum tilvikum fá nemendur undanþágu frá þessari reglu en þá er litið á lokaeinkunn frá framhaldsskóla.

  • TOEFL (International) viðmið
    IBT - lágmarkseinkunn 80* (lágmark 20 í skriflega hlutanum). 
  • IELTS (Academic) viðmið 
    Lágmarkseinkunn 6.5* (lágmark 6.0 í hverjum hluta)

*Vinsamlegast hafðu hugfast að sum fög krefjast þess að þessi viðmið séu hærri. Einkunnir frá TOEFL eða IELTS mega ekki vera eldri en tveggja ára.

Umsóknarfrestur

  • Vorönn (hefst í febrúar): sækja þarf um fyrir 15 desember
  • Haustönn (hefst í júlí): sækja þarf um fyrir 1. júní.

Athugaðu að University of Technology Sydney tekur á móti umsóknum allt árið um kring. Við mælum því með því að þú hefjir umsóknarferlið fljótlega eftir að þú hefur ákveðið að stunda nám við skólann.

Vilt þú nánari upplýsingar um University of Technology, Sydney?
Hafðu samband!
Hafa samband