University of the Sunshine Coast

Nemendur á ströndinni í Mooloolaba
 

University of the Sunshine Coast

Stundaðu fyrsta flokks nám við University of the Sunshine Coast (USC). Háskólinn leggur mikla áherslu á að fá til sín góða og þekkta kennara/fyrirlesara ásamt því að hafa litla bekki og nútímalegt kennsluumhverfi. University of the Sunshine Coast býður upp á vandað nám á afar fallegu svæði á Sunshine Coast í ekki nema 90 km fjarlægð frá Brisbane.

5 góðar ástæður fyrir því að stunda nám í University of the Sunshine Coast

 1. USC leggur áherslu á nútímalega kennsluhætti og kennsluumhverfi.
 2. Afslappað andrúmsloft og frábært veðurfar á eftir að gera námsárin þín frábær.
 3. Þú færð tækifæri til að stunda nám með einstaklingum alls staðar að úr heiminum.
 4. Frábær staðsetning sem veitir þér tækifæri til að heimsækja aðra áfangastaði í Ástralíu t.d. Brisbane, Fraser Island, Gold Coast, Whitsundays Islands, Darwin og Ayers Rock.
 5. Að auki við að hafa frábæran háskóla þá er Sunshine Coast einn af bestu stöðum Ástralíu er viðkemur útivist og hreyfingu.

Hvaða nám get ég stundað við University of the Sunshine Coast?

Þú getur stundað:

 • Grunnnám
 • Meistaranám
 • Skiptinám - eina eða tvær annir
 • Enskunám

Þú finnur fjölbreyttar námsleiðir við USC. Hafðu samband við sérfræðing okkar í námi erlendis sem aðstoðar þig við að finna draumanámið og sækja um í USC þér að kostnaðarlausu.

Orðspor University of the Sunshine Coast

USC var listaður sem einn af topp háskólum í Ástralíu í þremur greinum í "The Educational Experience’ in Hobsons 2015 Good Universities Guide". USC fékk fimm störnur fyrir:

 • kennslugæði,
 • háa nemenda ánægju og
 • háa ánægju meðal útskrifaðra nemenda.

Að auki fékk USC fjórar stjörnur fyrir hæfni kennara og þrjár stjörnur fyrir hátt hlutfall nemendastarfa.

Hvað kostar að stunda nám við University of the Sunshine Coast?

Kostnaðurinn við að stunda nám við USC er breytilegur eftir því hvaða nám og námsgráðu þú sækir um. Sérfræðingur okkar í námi erlendis veitir þér nánari upplýsingar um kostnaðinn ásamt því að veita þér upplýsingar um áætlaðan lifnaðarkostnað á Sunshine Coast.

You will meet many kangaroos during your studies at USC in Australia
Þú átt eftir að hitta nokkrar kengúrur á meðan þú stundar nám við USC

Skemmtilegar staðreyndir um University of the Sunshine Coast

 • Finnst þér gaman að fylgjast með dýralífinu? Ekkert mál þú átt eftir að rekast á þó nokkrar kengúrur á meðan þú stundar nám við USC.
 • Háskólinn hefur yfir 1100 erlenda nemendur frá yfir 60 löndum - þú færð því frábært tækifæri til að eignast vini um allan heim.
 • Þú átt eftir að upplifa magnað sólsetur (eitt af þeim fallegustu sem þú hefur séð) á Sunshine Coast.

Hvernig getur KILROY aðstoðað mig?

Hjá okkur færð þú fría ráðgjöf og aðstoð við að sækja um í USC. Sérfræðingur okkar í námi erlendis á eftir að vera þér til staðar allt frá þinni fyrstu spurningu og þar til að námi lýkur. Ekki hika lengur og hafðu samband.

Þú finnur nánari upplýsingar um University of the Sunshine Coast með því að: 

Vilt þú nánari upplýsingar um University of the Sunshine Coast?
Hafðu samband!
Hafa samband