University of the Sunshine Coast

Námsmannalífið á Sunshine Coast

Sunshine Coast er fullkominn staður til að bæði búa á og stunda nám. Þar finnur þú einstakar strendur, afslappað andrúmsloft og fullkomið veðurfar. Að auki er staðsetning frábær ef þig langar að heimsækja aðra áfangastaða í Ástralíu.

Sunshine Coast

Sunshine Coast svæðið hefur yfir 300.000 íbúa sem fer ört fjölgandi. Svæðið liggur frá Caloundra til Noosa en bærinn sjálfur er staðsettur í um 90 km fjarlægð norður af Brisbane. Þar finnur þú græna garða, frábærar strendur og ekki má gleyma fullkomið veðurfar allt árið um kring. Þú átt eftir að fá mörg tækifæri til að skella þér niður á strönd og njóta sólarinnar eða æfa sundtökin í volgum sjónum.

Frábær staðsetning!

Sunshine Coast hefur frábæra staðsetningu til ferðalaga. Þaðan getur þú skellt þér í margar frábærar helgarferðir t.d. til:

 • Brisbane
 • Sydney
 • Gold Coast
 • Noosa
 • Fraser Island
 • Underwater World Sea life Mooloolaba
 • Australia Zoo

Og ef þú hefur lengri tíma þá er einnig tilvalið að nýta tækifæri og heimsækja eina fallegustu strönd heims á Whitsundays eða keyra inn í miðjuna og skoða hinn fræga Ayers Rock.

10 strendur þar sem þú getur nælt þér í D-vítamínsskammt dagsins

Students at Mooloolaba Beach in Australia

Elskar þú að fara í siglingu, að surfa, liggja í sólbaði eða synda? Þá mátt þú ekki missa af því að heimsækja strendur eins og:

 1. Noosa Main Beach
 2. Coolum
 3. Maroochydore
 4. Alexandra Headland
 5. Mooloolaba
 6. Kawana Waters
 7. Kings Beach
 8. Hervey Bay
 9. Rainbow beach
 10. Fraser Coast beaches

Þjóðgarðar sem þú getur heimsótt

Að auki við strendur þá eru nokkrir frábærir þjóðgarðar sem þú getur heimsótt eins og:

 • Mapleton Falls National Park
 • Kondalilla National Park
 • Glass House Mountains National Park
 • Noosa National Park
 • Great Sandy National Park

6 frábærar og fríar afþreyingar á Sunshine Coast

Sem námsmaður er fjárhagurinn oft ekki mikill og settum við því saman nokkrar hugmyndir af afþreyingu sem þú getur stundað á the Sunshine Coast þér að kostnaðarlausu.

 1. Elskar þú að synda í kristaltærum sjó? Heimsæktu Lake McKenzie eða Eli Creek.
 2. Á svæðinu eru tveir „botanic” garðar þar sem aðgangur er frír: Maroochy Regional Bushland Botanic Gardens og Noosa Botanic Gardens.
 3. Skelltu þér í gönguferð og njóttu þess að hlusta á fuglasönginn.
 4. Fylgstu með sólarupprás og/eða sólarlaginu
 5. Röltu fjölbreytta markaði
 6. Njóttu þess að eyða kvöldinu með vinum við varðeld í Dilli Village.

Námsmannaafslættir

Mundu eftir International Student Identity Card (ISIC) kortinu. Með ISIC kortinu þínu færð þú aðgang að ýmsum fríðindum og afsláttum um allan heim. Náðu í ISIC appið og sparaðu pening á meðan þú stundar nám í Ástralíu.

Loftslagið

Queensland er sólríkasta fylki Ástralíu með 263 sólardaga að meðaltali að ári. Sunshine Coast hefur heimttemprað loftslag þar sem sumur eru heit og rök og vetur eru mildir. Sumur er frá desember til febrúar með meðalhita frá 21°C - 31°C. Vetur er frá júní - ágúst með meðalhita frá 9°C - 19°C.

Vilt þú nánari upplýsingar um University of the Sunshine Coast?
Hafðu samband!
Hafa samband