University of the Sunshine Coast

Húsnæði á Sunshine Coast

Langar þig að stunda nám við the University of the Sunshine Coast (USC) en veist ekki hvar þú getur búið? Hér fyrir neðan finnur þú nánari upplýsingar um húsnæðismöguleika þína ásamt upplýsingum um háskólasvæðið.

Námsmannahúsnæði

Við Chancellor Park finnur þú þrjú svæði með námsmannaíbúðum:

  • Varsity Apartments
  • UniCentral
  • The Village

Allar íbúðirnar eru leigðar út með húsgögnum og interneti og eru þær ekki nema í um þriggja mínútna göngufjarlægð frá skólanum. Íbúðirnar eru með fjögur svefnherbergi og sameiginlegu eldhúsi og stofu (hægt er að óska eftir að fá herbergi með eigin baðherbergi).

Að auki getur þú leigt námsmannaíbúðir í Brisbane. Þær sem eru næst South Bank svæðinu eru:

Leigumarkaðurinn

Ef þú vilt frekar leigja eigin íbúð þá getur þú kynnt þér úrvalið á eftirfarandi heimasíðum:

Og ef þig langar að leigja herbergi hjá öðrum þá gætu eftirfarandi síður hjálpað þér í leitinni:

Háskólasvæðið

Aðalháskólasvæðið heitir Sippy Downs en það er staðsett mjög miðsvæðið á Sunshine Coast, í um 15 mínútna fjarlægð frá Mooloolaba. UCS hefur einnig tvö önnur, nokkuð minni, háskólasvæði; the South Bank í Brisbane og the Melbourne háskólasvæðið.

University of the Sunshine Coast leggur mikla áherslu á að hafa háskólasvæðin vinalega sem og fagleg.

Kangaroos on the USC campus lawn

Aðstaðan í University of the Sunshine Coast

USC býður upp á hágæða aðstöðu. Þar finnur þú:

  • nútímalega og þægilega lesaðstöðu
  • frabært bókasafn og tölvuver
  • fjöldi kaffihúsa og veitingastaða eins og the Brasserie, Café J, Café C, the Sports Café
  • frábær íþróttamiðstöð sem hefur meðal annars vel útbúið útilíkamsræktarsvæði og sundlaug
  • íþróttavelli (fyrir ruðning, fótbolta, tennis, körfubolta ofl. 
  • listagallerí sem hýsir fjölbreytt úrval listasýninga

Usc Swimming Pool Central

Samgöngur til og frá USC

Sunbus gengur reglulega á milli mismunandi staða á Sunshine Coast og háskólasvæðisins. Þú finnur upplýsingar um leiðir Sunbus ásamt tímatöflum á eftirfarandi vefsíðu TransLink Journey Planner.

Rútukerfið tengir svo Queensland Rail City Train við háskólann í gegnum Landsborough og Nambour stöðvarmar.

Þá eru einni fjöldi hjóla- og göngustígar sem liggja að háskóalsvæðinu. Háskólinn ráðleggur nemendum að nota göngu- og hjólreiðastíga sem eru sérmerktir og eru á öllu háskólasvæðinu. Þessir stígar henta einnig afar vel undir ferðir til nærliggjandi svæða.

Vilt þú nánari upplýsingar um University of the Sunshine Coast?
Hafðu samband!
Hafa samband