University of Western Australia

Building at University of Western Australia
 

University of Western Australia

University of Western Australia (UWA) er einn af elstu og virðulegustu háskólum Perth í Ástralíu. Skólinn býður upp á fjölbreyttar námsleiðir ásamt því að vera þekktur fyrir að vera leiðandi og öflugur rannsóknarháskóli í Ástralíu.

6 ástæður fyrir því að þú ættir að stunda nám við UWA

 1. UWA er þekktur fyrir hágæða nám og laðar til sín nemendur alls staðar að úr heiminum.
 2. Þó að háskólinn sé stór þá færð þú sem nemandi góðan stuðning frá kennurum skólans og öðrum starfsmönnum skólans.
 3. Þú færð tækifæri til að bæta kunnáttu þína bæði innan og utan kennslustofunnar.
 4. Sterk tengsl eru á milli háskólans og fyrirtækja sem leiðir til að verkefnin sem lögð eru fyrir nemendur eru raunveruleg og mikil áhersla er lögð á hópavinnu.
 5. Háskólasvæðið er frábært! Þar finnur þú frábæra lærdómsaðstöðu, græn svæði og páfugla á röltinu.
 6. Í skólanum eru starfræk fjölbreytt nemenda- og íþróttafélög sem þú getur orðið hluti af.

Orðspor University of Western Australia

University of Western Australia er meðlimur „Group of Eight“ sem eru samtök leiðandi háskóla í Ástralíu. UWA er að auki listaður nr. 2 fyrir gæði í grunnnámi og nr. 87 hinum virta Shanghai-Jiao Tong University's Academic Ranking of World Universities lista yfir bestu háskóla í heiminum 

Hvaða nám get ég stundað við University of Western Australia?

Þú getur stundað:

 • Grunnnám
 • Framhaldsnám
 • Skiptinám í eina eða tvær annir

Hvað kostar að stunda nám við University of Western Australia?

Kostnaðurinn er breytilegur eftir því hvaða nám þú sækir um og hvar þú óskar eftir að búa. Sérfræðingur okkar í námi erlendis veitir þér nánari upplýsingar varðandi skólagjöld og áætlaðan lifnaðarkostnað ásamt því að leiðbeina þér í gegnum umsóknarferlið þér að kostnaðarlausu.

Skemmtilegar staðreyndir um University of Western Australia

 • Þar sem listadeildin er til húsa býr einnig lítil páfugla fjölskylda
 • Margir líkja skólanum við „Hogwarts School of Witchcraft & Wizardry“ sem birtist í Harry Potter myndunum
 • Fjöldi nemenda er um 21.000
 • Fjöldi alþjóðlegra nemenda er um 4.500

Hvernig getur KILROY aðstoðað við mig við að sækja um nám?

Þegar þú hefur ákveðið að stunda nám í University of Western Australia eru fullt af upplýsingum, dagsetningum og möguleikum sem þú þarft að skoða og ákveða. Gerðu umsóknarferlið einfaldara og hafðu samband. Sérfræðingur okkar í námi erlendis veitir þér ráðgjöf og aðstoð við umsóknarferlið þér að kostnaðarlausu!

Vilt þú nánari upplýsingar um University of Western Australia?
Hafðu samband!
Hafa samband