University of Western Australia

Monkey Mia, north of Perth

Námsmannalífið í Perth

Perth er heillandi og lífleg borg með um 1,6 milljónir íbúa, sem er þriðjungur af íbúafjölda vesturstrandarinnar. Perth er stærsta borgin á vesturströnd Ástralíu og þekkt fyrir að vera einangraðasta borg álfunnar. Næsta borg er Adelaide sem er í um 2000 km fjarlægð.

Námsmannalífið í Perth

Perth er fjórða stærsta borg Ástralíu og þekkt fyrir hvítar strendur og um 265 sólardaga á ári. Með því að stunda nám í Perth átt þú eftir að upplifa svo miklu meira en að stunda draumnámið. Dásamleg menning, samnemendur alls staðar að úr heiminum og fjölbreyttar áskoranir. 

Lífið í Perth er frábært og er borgin verið listuð af Economist Intelligent Unit sem ein af bestu borgum heims til að búa í. Perth er fullkomin borg fyrir þá sem vilja lifa heilsusamlegu lífi en þar færð þú fjölda tækifæri til að stunda útivist og hreyfingu allt árið um kring. Að auki gerir hið frábæra samgöngukerfi (niðurgreitt fyrir nemendur) það að verkum að auðvelt er að bæði ferðast um borgina kanna hina óspilltu náttúru og einstöku strendur í kringum Perth.

Nálægar strendur og bæir

Veðurfarið í Perth er frábært allt árið og stutt er á ströndina. Við mælum með því að þú heimsækir strendurnar á Rottnest eyju. Eftir stutta bátsferð á þér eftir að finnast eins og þú sért komin(n) langt frá borginni. 

Námsmannalífð í Perth - Rottnest eyja

Cottesloe Beach er vinsælasta ströndin en hún er staðsett á í aðeins um 15 mínútna fjarlægð frá miðbænum. Cottesloe er þekkt fyrir afslappað andrúmsloft og hefur verið gríðarlega vinsælt hverfi meðal ferðamanna í Perth í yfir 100 ár. Að auki er tilvalið að vera fram á kvöld og fylgjast með sólsetrinu yfir Indlandshafinu á meðan þú snæðir ferska sjávarrétti.

Í um 300 km fjarlægð frá Perth, í kringum bæinn River Margaret, finnur þú ekki aðeins einstakar strendur heldur einnig nokkrar af bestu vínökrum Ástralíu. Fullkomin blanda af slökun á ströndinni og vínsmökkun. Þá mælum við einnig með því að heimsækja Monkey Mia og Shark Bay norður af Perth.

Námsmannalífið í Perth - Monkey Mia

6 afþreyingar sem eru fullkomnar fyrir námsmenn

Það verður ekki erfitt fyrir þig að láta þér líða vel í Perth og þó það séu engin fræg kennileiti eins og óperuhús á borgin eftir að heilla þig með sínum frábæru veðurfari, fallegum görðum og vingjarnlegu fólki. Já gættu þín, þú gæti endað á því að fara aldrei aftur heim. Og til að bæta það þá eru hér 6 tillögur að skemmtilegri afþreyingu sem er frí eða ódýr í Perth.

1. Kannaðu stærsta garð borgarinnar - Kings Park 
Röltu um garðinn og njóttu þess að fylgjast með mannlífinu á sama tíma og þú skoðar gróðurinn. Tilvalið er að stoppa við á einu kaffihúsinu þar sem þú getur kíkt í skólabækurnar á sama tíma og þú drekkur ilmandi kaffi.

2. Sleiktu sólina eða prófaðu að surfa á nálægri strönd
Staðsetning borgarinnar við Indlandshafið gerir það að verkum að þú verður að koma við á ströndinni. Heimsæktu Scarborough og pantaðu kaffi á Wild Fig og Kinky Lizard áður en þú prófar að surfa við Trigg og North Beaches. Ef þig langar að upplifa magnað sólsetur þá er Cottesloe Beach staðurinn fyrir þig.

3. The Pinnacles & Nambung
Námsmannalífið í Perth - The Pinnacles

Kannski ekki frítt og ódýrt þar sem þú þarft að hafa aðgang að bíl en er klárlega þess virði. Eyðimerkurlandslagið í Nambund þjóðgarðinum er algjörlega einstakt! Þjóðgarðurinn er í um þriggja klukkutíma akstri frá Perth.

4. Art Gallery of Western Australia 
Kynntu þér ástralska list í the Art Gallery of Western Australia. Aðgangur er frír en gestir geta veitt styrk, upphæð sem þeir kjósa, á staðnum.

5. The Western Australian Museum
Það eru sex söfn á vesturströnd Ástralíu: í Perth, Maritime, Shipwrecks, Albany, Geraldton og Kalgoorlie-Boulder. Þú finnur nánari upplýsingar um söfnin og sýningar á heimasíðu The Western Australian Museum

6. Sunnudags prógramm 
Ekki eyða sunnudeginum í að gera ekki neitt. Á sunnudögum í Perth eru haldnir skemmtilegir viðburðir um alla borg, svokallaðir Sunday Sessions. Allt frá strandpartíum til skoðunarferða um bruggverksmiðjur. Það er nóg í boði og verður líklega erfitt að velja á milli. 

Námsmannaafslættir í Perth

Vissir þú að með ISIC námsmannakortinu hefur þú aðgang að yfir 40.000 fríðindum um allan heim og þar á meðal í Perth. Náðu í ISIC appið og finndu þá afslætti sem eru í þínu nágreni. Sparaðu með ISIC er þú stundar nám í Perth. Hér finnur þú nánari upplýsingar um ISIC kortið og afslættina í Perth.

Veðurfarið í Perth

Perth hefur heitt og þurrt miðjarðar loftslag þar sem sumrin eru heit og vetur mildir. 

Meðalhitinn er um:

  • Sumar (desember - febrúar): 27-31 °C (um 15 °C á nóttunni)
  • Haust (mars - maí) 21-29 °C (um 12°C á nóttunni)
  • Vetur (júní - ágúst) 18-21 °C (um 12 °C á nóttunni)
  • Vor (september - nóvember) 20-25 °C (um 9 °C á nóttunni)

Leigðu bíl í Perth

Eins og þú veist þá hefur Ástralía upp á svo margt að bjóða. Leigðu bíl eða betra húsbíl og skelltu þér í ævintýralegt road trip! Hafðu samband við ferðaráðgjafa okkar sem aðstoða þig við að skipuleggja ferðina og bóka bílinn.

Vilt þú nánari upplýsingar um University of Western Australia?
Hafðu samband!
Hafa samband