University of Western Australia

Main building at University of Western Australia

Námsmannaíbúðir í Perth

Langar þig að að sækja um nám í the University of Western Australia en veist ekki hvar þú átt að búa? Ekki hafa áhyggjur! Hér finnur þú nánari upplýsingar um húsnæðismöguleikana þína í Perth ásamt upplýsingum um háskólasvæðin.

Námsmannahúsnæði í Perth

University of Western Australia hefur íbúðir til leigu á háskóalsvæðinu. Við mælum með því að sækja um húsnæði þar fyrstu önnina á meðan þú ert að kynnast lífinu í Perth en algengast er nemendur leigi íbúð með samnemendum sínum á hinum almenna leigumarkaði. Það er almennt auðvelt að finna leiguhúsnæði í Perth og getur oft verið ódýrara að leigja á hinum almenna markaði en á háskólasvæðinu.

Háskólasvæði University of Western Australia

University of Western Australia hefur þrjú háskólasvæði. Aðalháskóalsvæði UWA er staðsett í úthverfinu Crawley þar sem þú finnur stóra græna garða, fjölbreyttar verslanir og skemmtilega veitingastaði og kaffihús. Önnur svæði eru Claremont og Albany. Claremont er staðsett í þriggja kílómetra fjarlægð frá Crawley og Albany er í um fjögurra og hálfs tíma akstri frá Perth í bænum Albany.

Crawley háskólasvæðið er á meðal þeirra fallegustu í Ástralíu. Svæðið hefur frábæra blöndu af gömlum og nýjum byggingum og falleg græn svæði. Þar að auki býður það upp á frábæra aðstöðu fyrir nemendur. Þar finnur þú frábært bókasafn, mörg nýleg tölvuver, innan- og utandyra lesrými, íþróttasvæði, sundlaug, veitingastaði, kaffihús og bari.

Samgöngur frá UWA

Aðalháskólasvæði UWA er staðsett í úthverfinu Crawley en þaðan ert þú í um 10 mínútur með strætó í miðbæinn og í 20 mínútur á ströndina. Þá er auðvelta að ferðast um á hjóli, sérstaklega ef þú býrð nálægt skólanum. Athugaðu, ef þú ert að huga að því að vera á bíl þá getur verið erfitt að finna bílastæði þar sem margir aka þangað.

Vilt þú nánari upplýsingar um University of Western Australia?
Hafðu samband!
Hafa samband