Bandaríkin

Á tökustað New York Film Academy
 

Nám í Bandaríkjunum

Bandaríkin er land ævintýranna. Hvort sem þú stundar nám eða ferðast um landið kemur þú alltaf til með að upplifa eitthvað alveg einstakt. Lífstíll landsins býður einfaldlega upp á upplifanir, fólkið er vingjarnlegt og loftslagið er afar fjölbreytilegt; allt frá snæviþöktum fjöllum til heitra sólríkra stranda.

Af hverju Bandaríkin?

Ævintýraglaðir einstaklingar frá öllum heimshlutum hafa í fleiri árhundruð leitað til Bandaríkjanna með von og drauma í farteskinu. Menntastofnanir í Bandaríkjunum eru virtar á heimsvísu og í tómstundum getur þú auðveldlega stundað uppáhalds íþróttina þína eða áhugamál, kannski fyrir utan evrópska handboltann. 

Almennar Staðreyndir um Bandaríkin

Lífsstíll:  Það skiptir litlu máli hvað þú vilt athafast, þú finnur nánast allt í Bandaríkjunum. Þú getur t.d. spilað golf, hjólað, farið á sjóskíði, kajak, kafað, klifið fjöll, farið í rafting eða spilað tennis. Í Bandaríkjunum eru einnig óteljandi söfn, verslunarmiðstöðvar, skemmtigarðar o.s.frv.  

Fólksfjöldi: 313 milljónir (82% af íbúum búa í borgum og úthverfum)

Höfuðborg: Washington DC (5,8 milljónir)

Stærstu borgirnar: New York, Los Angeles og Chicago

Tungumál: Enska (256 milljónir), spænska (30 milljónir), kínverska (2 milljónir)

Gjaldmiðill: Amerískur dollari (USD)

Tímabelti: Sex tímabelti eru í Bandaríkjunum, þar af fjögur á meginlandinu og eitt í Alaska og annað í Hawaii. Á milli Íslands og Bandaríkjanna getur tímamismunurinn verið 4-9 klukkustundir.  

Lýðfræði: Bandaríkin eru sambandslýðveldi og samanstanda af 50 fylkjum. Stærsti hluti íbúanna býr í vesturhlutanum eða í suðri, og er Kalifornía og Texas vinsælustu fylkin. Íbúarnir eru 74% af hvítum kynþætti, 13,4% eru blökkumenn og 4,4% af asískum uppruna.

Loftslag: Þar sem landið er gríðarstórt er hægt að finna allar tegundir loftslaga. Heilt á litið er loftslagið í Bandaríkjunum temprað en til að mynda er hitabeltisloftslag í Flórída og Hawaii en heimskautaloftslag í Alaska. Hitastig mælist í Fahrenheit.

Vilt þú nánari upplýsingar um Bandaríkin?
Hafðu samband!
Hafa samband