American Musical and Dramatic Academy (AMDA)

Lærðu leiklist í AMDA
 

American Musical and Dramatic Academy (AMDA)

Til að verða meðal þeirra bestu þarft þú að æfa meðal þeirra bestu. American Musical and Dramatic Academy (AMDA) er þekktur sem einn af bestu listaháskólum Bandaríkjanna. Stundaðu dansnám, leik- og sönglist í New York eða Los Angeles.

Þú getur stundað:

 • Sumarnámskeið (2 vikur)
 • Styttra nám
 • Grunnnám

Af hverju ætti ég að stunda nám við AMDA?

 • AMDA er leiklistarskóli sem sérhæfir sig í að þjálfa leikara, söngvara og dansara fyrir leikhús, sjónvarpsþætti og kvikmyndir.
 • AMDA hefur verið í yfir 50 ár leiðandi skóli í Bandaríkjunum á sínu sviði leiklistar.
 • Skólinn hefur háskólasvæði í New York og Los Angeles sem veitir þér tækifæri til að stunda nám í báðum borgunum.
 • Kennarar skólans hafa allir víðtæka starfsreynslu innan leiklistargeirans.
 • Fjölbreyttar námsleiðir: AMDA leggur áherslu á að brúa bilið á milli sviðs og skjás
 • Krefjandi nám: Sem nemandi þarft þú að vera undir það búinn að eyða öllum þínum tíma og orku í námið.
 • Tækifæri til að byggja upp ferilskrá: Nemendur skólans fá fjölda tækifæra til að fara í prufur fyrir fjölbreyttar sýningar og kvikmyndaverkefni. Síðasta önnin er kennd á kvöldin til að veita nemendum tíma til að mæta í prufur.
 • Tækifæri til að byggja upp tengslanet: Á síðustu önninni setja nemendur upp sýningar fyrir fagaðila innan geirans.
 • Aðgang að tengslaneti skólans: Á síðustu þremur árum eru um 60 fyrrum nemendur skólans leikið í sýningum á Broadway, sjónvarpsþáttum og/eða kvikmyndum um allan heim.

Orðspor AMDA

Stundaðu nám við AMDA - KILROY

AMDA er listaður nr. 4 í Playbill Magazine yfir topp 10 háskóla sem eiga flestu fulltrúa á Broadway árið 2017 - 2018.

Skemmtilegar staðreyndir um AMDA

 • Aðalgreinar skólans, söng-, leiklist og dans, koma fram í nafni skólans, The American Musical and Dramatic Academy.
 • Nemendur fá persónulega kennslu og aðstoð við að velja verkefni sem henta styrkleika þeirra.
 • Hægt að stunda námið í tveimur af frægustu borgum Bandaríkjanna; New York og Los Angeles
 • 95% nemenda hljóta stuðning í formi styrkja.

Með því að bjóða upp á fjölbreytt fög býður AMDA upp á mikinn sveigjanleika og tækifæri til að sérsníða námið að hverjum nemenda og efla þannig þeirra bestu hæfileika.

Veldu á milli New York og Los Angeles - AMDA

Vilt þú nánari upplýsingar um American Musical and Dramatic Academy (AMDA)?
Hafðu samband!
Hafa samband