California State University - Monterey Bay

Csumb nemendur
 

California State University, Monterey Bay

California State University, Monterey Bay (CSUMB) er staðsettur nálægt ströndum hins fallega Monterey Bay (flóa). Monterey er fyrir miðju strandlengju Kaliforníu, í um tveggja tíma fjarlægð suður af San Francisco. Staðsetningin er þægileg og veitir nemendum tækifæri á að upplifa daglegt líf í litlum fjölbreyttum bæ. Einnig er auðvelt að heimsækja aðra vinsæla staði í nágrenninu.

Af hverju að læra í CSUMB?

CSUMB býður upp á mikið úrval námsleiða á vinalegu háskólasvæði. Nemendur geta tekið þátt í hinum ýmsu félögum og starfsemi sem og ferðum á vegum skólans sem ætlaðar eru erlendum nemendum sem vilja kynnast Monterey og restinni af Kaliforníu. 

CSUMB var stofnaður 1994 á gamalli herstöð, Fort Ord.  Næsta strönd er einungis í 10 mínútna fjarlægð og er frábært að sitja þar og horfa á sólsetrið eða hvali sem fara um flóann!

Loftslagið í Monterey er hvetjandi til útivistar allt árið.  Golf, fjallahjólaferðir, kayak, kafa og fara á hestbak. Monterey sýslan er einn stærsti vínframleiðandinn í Kaliforníu. Eftir tíma geta nemendur farið til mismunandi vínræktenda og farið í skoðunarferðir um vínræktirnar. Einnig er hægt að fara í vínsmökkun við Cannery Row og í miðbæ Monterey.

Hjá CSUMB verða alþjóðlegir nemendur partur af samfélagi sem samanstendur mest megnis af bandaríkjamönnum. 

Námsmöguleikar

CSUMB býður upp á 23 bachelor gráður og 8 meistaragráður eins og er. Vinsælar námsleiðir eru t.d. Marine Science, Kinesiology, Communication, Business and Psychology. Alþjóðlegir nemendur geta einnig sótt um 1-2 annir af námi hjá CSUMB.

Fræðilegt orðspor

  • CSUMB er metinn af Western Association of Schools and Colleges (WASC).
  • CSUMB er hluti af 23-campus California State University kerfinu, einni stærstu háskólastofnun í Bandaríkjunum.

Staðreyndir

  • Heildarfjöldi nemenda: 6,500
  • Fjöldi alþjóðlegra nemenda: 400

Námsskipulag 

  • Haust önn: ágúst til desember
  • Vor önn: janúar til maí

Gjöld alþjóðlegra nemenda

  • Study Abroad: frá $5,200 á önn
  • Bachelor: frá $14,900 á skóla ári
  • Master: frá $13,500 á skóla ári

 

 

 

Vilt þú nánari upplýsingar um California State University - Monterey Bay?
Hafðu samband!
Hafa samband