California State University - Monterey Bay

Nám í Monterey, California

Monterey Bay (flói) er í u.þ.b. eins klukkutíma fjarlægð frá Silicon Valley, San Jose og í tveggja tíma fjarlægð suður af San Francisco. Borgin er líka í návígi við glæsilega golf velli, vínekrur og þjóðgarða eins og Big Sur og Pinnacles.

Monterey er heillandi lítill strandbær með um 30 þúsund íbúum. Bærinn hefur laðað að marga listamenn og skáld síðan á síðari hluta 20.aldar og er bærinn sagður vera innblástur John Steinbeck af Cannery Row.

Flóinn sjálfur er eitt stærsta hafvernarsvæðið í heiminum og er heimili hvala, fiska og fleiri sjávardýra.  SPCA Wildlife Rescue Center er heimsþekkt fyrir björgun og endurhæfingu sjávardýra.

Næsta ströndin er einungis í 10 mínútna fjarlægð. Það er einnig fullt af búðum, listagalleríum, börum og veitingastöðum. Margar tónlistarhátíðir eru haldnar í Monterey sýslunni árlega þar á meðal Jazz Bash at the Bay, Blues Brew og Barbeque Festival og hin klassíska Carmel Bach festival.

Svæðið í kring er lifandi ferðamannastaður með mikið af gönguleiðum, golfvöllum, köfunar og brimbrettastöðum. Háskólinn býður upp á útivistar prógramm sem leyfir nemendum að upplifa ógleymanlega útivistarparadísina sem Monterey er á hagstæðum kjörum. Þar á meðal er bakpokaferðalag til Big Sur, rock klifur í Castle Rock State Park, Tjaldútilega í Pinnacles þjóðgarðinum, stand up paddling í Breakwater Cove og fjallahjólamennska í nálægum skógarstígum.

Nemendur geta líka leigt bíla og kannað svæðið í kring. Til dæmis geta nemendur farið í stutta ferð milli Pepple strandarinnar og Pacific Grove eða keyrt til hinnar fallegu Moss Landing State strandar.

Monterey hefur milt loftslag þar sem meðalhitinn er um 16°C á veturnar og 22°C á sumrin.

 

 

Vilt þú nánari upplýsingar um California State University - Monterey Bay?
Hafðu samband!
Hafa samband