California State University - Monterey Bay

Nemendalífið hjá CSUMB

Háskólasvæðið er byggt á gamalli herstöð, Fort Ord. Alls konar viðburðir eru haldnir á háskólasvæðinu daglega, þar á meðal íþróttaviðburðir, gestafyrirlesarar, tónleikar og ýmsir menningarviðburðir.

Aðstoð við nemendur

Academic Skills Achievement Program er staðsett á bókasafni CSUMB. Þetta er ókeypis einkakennsla, opin öllum nemendum. CSUMB býður upp á alls kyns heilbrigðisþjónustu, þar á meðal heilsugæslu.

Otter nemendafélagið eða OSU, er nemendafélag sem aðstoðar við háskólasvæðið með því að halda mismunandi viðburði sem eru opnir öllum nemendum skólans. Nemendur geta tekið þátt í meira en 50 mismunandi félögum, hópum og íþróttafélögum. CSUMB félögin eru m.a. rugby, dans, sigling, lacrosse, menningarfélög, bardagalistir, og svo mikið meira. Nemendur geta einnig tekið þátt í þemakvöldverðum, hæfileikakeppni og farið í hópferðir á vinsæla ferðamannastaði í Kaliforníu. 

Aðstaða

Aquatic miðstöðin er með 25 metra sundlaug, nemendur geta einnig tekið tíma í vatnsþolfimi eða köfun. Þar er líka Otter Sports Center, sem er með leikfimisal, búningsaðstöðu, skvass, lyftingasvæði og fitness salur. Útivistarsvæðið (Outdoor Rec Center) veitir nemendum aðgang að útilegubúnaði sem þeir geta leigt, einnig eru þeir með brimbretta og klifurbúnað á leigu. 

Húsnæði

Erlendum nemendum er lofað húsnæði á háskólasvæðinu ef þeir sækja um áður en umsóknarfresturinn rennur út. Nemendur geta búið í mismunadi húsnæði CSUMB eins og residence halls, suites og apartments. Það eru nokkrir mismundandi veitingastaðir á háskólasvæðinu og mismunandi matarplön sem fólk getur verið á. Alþjóðlegir nemendur búa yfirleitt í North Quad en nemendur geta einnig fundið eigið húsnæði.

Samgöngur

Nemendur geta ferðast um í strætisvögnum Monterey-Salinas Transit. Nemendur geta einnig leigt hjól eða bíla. Allir nemendur CSUMB geta notað MST án endurgjalds. Það eru þrír flugvellir nálægt CSUMB; Monterey Regional Airport (MRY), San Francisco International (SFO) or San Jose International Airport (SJC).

Vilt þú nánari upplýsingar um California State University - Monterey Bay?
Hafðu samband!
Hafa samband