California State University, Northridge

Nám í Northridge, California

CSUN er staðsettur í Northridge hverfinu í Los Angeles, minna en 30 mínútur frá Hollywood, Beverly Hills, Santa Monica og Kyrrahafs ströndinni.

Northridge er hverfi í Los Angeles, Californíu í San Fernando dalnum. Northridge er þægilegt búsetusvæði í úthverfi Los Angeles. Þar eru margar búðir, veitingastaðir, kvikmyndahús og nemendavænar íbúðir.

CSUN er stutt frá þekktum kennileitum í Californíu, eins og Hollywood, Beverly Hills, Santa Monica, Malibu Universal Studios og Disneylandi. Mikið af nemendunum eiga bíl en CSUN býður einnig upp á ókeypis skutlu að Metrolink stöð sem tengir þig við strætisvagna og lestar sem ganga víða um Los Angeles og svæðin í kring.

Nemendur eru partur af fjölþjóðlegu samfélagi - bæði á háskólasvæðinu og hverfunum í kring. Þekkt fólk út samfélaginu heimsækir CSUN háskólasvæðið og heldur ræður  eða fyrirlestra, einnig kemur fólk úr skemmtanaiðnaðinum og eyðir tíma í skólastofunum. 

Það eru að meðaltali 288 sólardagar á ári í San Fernando dalnum. Veðrið er mjög gott og meðalhiti í júlí er í kring um 35ºC!

 

Vilt þú nánari upplýsingar um California State University, Northridge?
Hafðu samband!
Hafa samband