California State University, Northridge

Námsmannalífið hjá Cal State Northridge

Staðsett á 356-ekrum í hjarta Los Angeles í San Fernando dalnum. CSUN er lifandi og fjölbreyttur háskóli með yfir 40,000 nemendur og 4,000 kennara og starfsmenn. Háskólasvæðið er með vel útbúnar byggingar eins og Valley Performing Arts Center og afþreyingar miðstöð stúdenta.

Aðstaða

CSUN aðstaðan býður meðal ananrs upp á Oviatt bókasafnið, með u.þ.b. 1.4 milljón bókum og blaðagreinum, tölvustofum, íþróttaaðstöðu, afþreyingar miðstöðum, banka og fullbúinni heilsugæslu. Þar að auki eru margar búðir, veitingastaðir og matvöruverslanir í göngufæri frá háskólasvæðinu.

Skemmtun 

Yfir árið heldur CSUN hundruði viðburða á háskólasvæðinu, eins og tónleika, leiklistargjörninga, kvikmyndir, fær gestafyrirlesara og heldur íþróttaviðburði.

Gistiaðstaða

Meirihluti stúdentaíbúðanna er stjórnað af CSUN campus housing skifstofunni sem þú getur heimsótt til þess að verða þér út um betri upplýsingar um húsnæðismál á svæðinu. Íbúðir á svæðinu bera heitið University Park Apartments, á norðurenda háskólasvæðisins. Rúmgóðar tveggja svefnherbergja íbúðir eru fullbúnar og hafa afþreyingu eins og sundlaugar, skokk brautir, körfubolta og strandblakvelli. Tölvustofur eru aðgengilegar íbúum ásamt internet tengingu á herbergjum fyrir þá sem eiga sínar eigin tölvur. 

Aðstoð stúdenta

Aðstoð sem býðst nemendum yfir önnina í CSUN er meðal annars ráðgjöf og aðstoð við val á áföngum, aðstoð við skráningu og almenn aðstoð yfir önnina til þess að létta nemendum lífið og aðstoða þá við að aðlagast lífinu á háskólasvæðinu. 

 

Vilt þú nánari upplýsingar um California State University, Northridge?
Hafðu samband!
Hafa samband