California State University San Marcos

Námsmannalífið í Kaliforníu

Námsmannalífið í San Marcos, Kalifornía

California State University San Marcos hefur fullkomna staðsetningu við stranlengju Suður-Kaliforníu. Sól, surf, strönd og hágæða nám!

California State University San Marcos (CSUSM) er staðsettur á milli San Diego (í suður) og Riverside counties (í norður). Nálægt háskólasvæðinu finnur þú nokkrar af fallegustu ströndum Kaliforníu þar sem hægt er að surfa, synda og sigla. Að auki er stutt í fjöllin og eyðimörkina þar sem þú getur farið í útilegu, göngu-, skíða- og/eða hjólaferðir. Og ekki skemmir veðrir fyrir en meðal hitinn er í frá 18 til 24°C allt árið um kring.

Borgin San Marcos

Borgin San Marcos býr yfir einstöku úrvali veitingastaða, verslana og afþreyingamöguleika. Vinsælir staðir til að versla og borða góðan mat eru m.a. Creekside Marketplace, Nordahl Center, Grand Plaza og Old California Restaurant Row en fleiri slík svæði eru í uppbyggingu, t.d. San Marcos Downtown Creek District, Palomar Station og University Village. Dæmi um spennandi staði í nágrenni borgarinnar eru hinn heimsfrægi San Diego Zoo Safari Park, Legoland, California Surf Museum og California Center for the Arts.

Einnig er mikið um leikhús, tónlistar- og listastofnanir í San Marcos. Leikhópur borgarinnar "Theatre West" setur upp framúrskarandi leiksýningar og California Center for Arts in Escondido býður upp á frábæra skemmtun og afþreyingu.

Íbúar borgarinnar koma frá mörgum mismunandi menningarheimum sem endurspeglast í fjölda alþjóðlegra markaða og veitingastaða. Dvölin í CSUSM mun veita þér góða innsýn í hinn sanna Suður-Kaliforníu lífsstíl.

San Diego

Frá San Marco er auðvelt að heimsækja San Diego þar sem þú finnur fjölda spennandi afþreyingarmöguleika eins og leiksýningar, tónlistarviðburði, söfn, bari og veitingastaði. Og já Disneyland er aðeins í um klukkustunda akstri frá háskólasvæðinu. Það er því tilvalið, í frítímanum, að skella sér í smá road trip og heilsa upp á uppáhalds Disney-persónurnar þínar og ef þú þorir fara í rússíbanaferð.

Fyrir þá sem elska útivist er tilvalið að heimsækja Palomar Mountain State Park og upplifa hið stórbrotna fjallalandslag og fylgjast með dýralífinu. Fullkomin leið til að hreinsa hugann og hlaða batteríin.

Upplifðu surfmenninguna í San Diego, Kaliforníu
Lærðu að surfa á ströndinni í San Diego, Kaliforníu

5 hlutir sem þú verður að gera í San Marcos

Þó að San Marcos hafi upp á margt að bjóða í tengslum við verslun og viðburði þá verður þú að ferðast aðeins til að upplifa það skemmtilegasta. Það verður þess virði! 

  1. Slakaðu á í sólinni, æfðu sundtökin, prófaðu body surf og/eða safnaðu skeljum á einni ströndinni.
  2. Farðu í helgarferð til San Diego og kynntu þér sögu borgarinnar í Old Town. Þar geta gestir rölt um sögulegar byggingar eins og Seeley Stables, Stewart House, Estudillo House og elstu skólabyggingu San Diego þeim að kostnaðarlauus.
  3. Þú finnur nokkrar bruggverksmiður í San Marcos sem eru þess virði að heimsækja en þar á meðal er Current Brewing og Dos Desperados Brewery. 
  4. Eitt sem þú mátt ekki missa af er að fara að sjá Amerískan fótboltaleik. Heimaliðið er the San Diego Chargers.
  5. Í San Diego eru um 15 söfn svo það á mjög líklega eitt þeirra eftir að vekja áhuga þinn. Hvernig hljómar California Surf Museum?

Námsmannaafslættir í San Marcos

Með ISIC kortinu færð þú frábæra afslætti í San Marcos og já auðvitað alls staðar í Bandaríkjunum. Nældu þér í ISIC appið og njóttu allra fríðindanna. Sparaðu peninga á meðan þú stundar nám í San Marcos með ISIC.

Nánari upplýsingar um ISIC kortið og afslættina 

Veðurfarið í San Marcos

Veðurfarið í San Marcos einkennist af mildu veðri allt árið um kring. Það rignir sjaldan og er miðalhitinn í kringum 18 til 24°C allt árið um kring.

Leigðu bíl eða húsbíl í San Marcos

Ef þig langar að ferðast út fyrir San Marcos um helgar er frábært að leigja bíl eða húsbíl. Hafðu samband og við munum aðstoða þig í að finna besta og ódýrasta kostinn. 

Vilt þú nánari upplýsingar um California State University San Marcos?
Hafðu samband!
Hafa samband